Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 64

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 64
Hann telur á hinn bóginn að ekki fáist séð að neitt standi í vegi fyrir heimild Alþingis til festa í lög slíka bótareglu. Um það ætti að ráða úrslitum að ein- staklingur sem krefst bóta vegna vanefndar ríkis að þjóðarétti byggi bótakröfu sína ekki á þeirri þjóðréttarreglu sem ekki samrýmist réttarreglum landsréttar heldur á skaðabótareglu sem er hluti af landslögum. Á því tvennu sé grund- vallarmunur. I þessari skoðun virðist felast að svigrúm löggjafans til lagasetn- ingar hafi verið takmarkað „í raun“ en ekki „formlega" og því standist bóta- reglan áskilnað 2. gr. stjómarskrárinnar. Telja verður að þessi hugtakanotkun sé óheppileg, fyrst og fremst vegna þess að í texta 2. gr. stjómarskrárinnar er hvergi gerður greinarmunur á „formlegu“ löggjafarvaldi og löggjafarvaldi „í raun“. Þau hugtök sem mér virðist eðlilegra að nota, eru annars vegar „pólitísk- ur raunveruleiki“ sem hvetur fulltrúa þjóðarinnar til ákveðinnar lagasetningar og hins vegar „framsal löggjafarvalds". Það er „pólitískur raunveruleiki“ að löggjafinn leiðir í lög lang flestar reglu- gerðir og tilskipanir sem berast frá stofnunum EES. í því felst að sjálfsögðu ekki „framsal löggjafarvalds“. Þegar löggjafinn framselur hins vegar stofnun- um EES ótímabundna heimild til að setja ótilteknar reglugerðir og tilskipanir sem hafa skulu réttaráhrif hérlendis án þess að löggjafinn hafi sjálfur milli- göngu um það með lagasetningu þá er um „framsal löggjafarvalds“ að ræða. Þar fyrir utan er ljóst að það hefur lengi tíðkast að ráðherra sé framselt vald til að setja reglugerðir. Slíkt valdframsal fer að sjálfsögðu alltaf fram með þeim fyrir- vara að löggjafinn geti hvenær sem er fellt niður heimild ráðherra og reglur settar á grundvelli hennar með nýjum lögum. Ekki fæst séð að nokkur hafi haldið því fram að þessi almenni fyrirvari um setningu nýrra laga jafngildi því að ekki sé um „framsal löggjafarvalds“ að ræða. I þeim skilningi sem Ottar stingur upp á fælist að 2. gr. stjórnarskrárinnar yrði nánast þýðingarlaus, enda mætti með svipaðri röksemdafærslu réttlæta nánast hvaða framsal löggjafarvalds sem er. Rökin yrðu einfaldlega þau að vegna þess að framsalið væri ákveðið með lögum þá byggðu þeir sem byggðu á reglum sem öðlast þýðingu vegna þeirra laga í reynd á framsalslögunum en ekki reglunum sjálfum. Þetta fær ekki staðist. Það er ljóst að 2. gr. stjórnar- skrárinnar hlýtur að hafa þýðingu og takmarka möguleg afskipti eins handhafa ríkisvaldsins af verkum annarra handhafa þess. Þannig er t.d. ljóst að Alþingi getur ekki haggað dómum sem hafa verið kveðnir upp af dómstólum landsins og eins setur 2. gr. stjórnarskrárinnar takmarkanir við því að Alþingi hafi af- skipti af einstökum deilumálum. Þá er Ijóst að 2. gr. stjórnarskrárinnar tryggir m.a. ákveðin afskipti kjörinna fulltrúa þjóðarinnar af löggjafarmálefnum. Aðstaðan hlýtur því að vera sú að niðurstaða þess hvort bótareglan stenst 2. gr. stjómarskrárinnar veltur á efnislegu mati þess hvort framsal á löggjafarvaldi á þann hátt sem að framan er lýst sé meira en 2. gr. stjómarskrárinnar leyfir eink- um með hliðsjón af þeirri verkaskiptingu og lýðræðishugsjón sem stjórnar- skráin byggir á. I ljósi þessa verður að telja varhugavert að líta svo á, líkt og Ottar gerir, að með bótareglunni sé ekki verið að framselja stofnunum EES 216
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.