Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 57
túlkun 1. tölul. 5. gr. yrði í samræmi við dóma Evrópudómstólsins í Ivenel og
Schenavai málunum.70
Að baki reglunni búa aðallega tvenns konar rök. I fyrsta lagi er vamarþing
þar í ríki sem líklegt er að landsréttur taki til samningsins. Af þessu leiðir að
hafi aðilar ekki samið um hvers lands lög gildi um samninginn, verður lögum
þess lands þar sem launþeginn starfaði að jafnaði beitt um samninginn. í öðru
lagi miðar reglan að því að vemda veikari aðilann í samningssambandi.71
Orðum sínum samkvæmt er ákvæðið takmarkað við vinnusamninga ein-
stakra manna. Vandasamt getur verið að ákvarða nákvæmlega hvað felst í
þessu. Þó er ljóst að ákvæðið tekur ekki til heildarkjarasamninga milli aðila
vinnumarkaðarins72 né heldur til starfa sjálfstætt starfandi sérfræðinga.73
Ekki skiptir máli samkvæmt reglunni hvemig aðild máls er háttað, þ.e. hún
gildir án tillits til þess hvort mál er höfðað gegn vinnuveitanda eða launþega.
Þannig er launþega skylt að sæta dómi á „vinnuveitandavamarþingi“. Að þessu
leyti má segja að reglan komi tæplega heim og saman við þann tilgang að
vemda launþegann sem líkur eru á að sé veikari aðili samningssambandsins.74
Af Lúganósamningnum leiðir að eftirfarandi dómstólar geta haft lögsögu í
ágreiningi milli vinnuveitenda og launþega. I fyrsta lagi dómstóll þar sem vam-
araðili á heimili, sbr. 2. gr. I annan stað þeir dómstólar sem nefndir eru í 1. tölul.
5. gr. I þriðja lagi dómstólar sem veitt hefur verið dómsvald með vamarþings-
samningi sem gerður hefur verið eftir að ágreiningur er risinn, sbr. 5. tölul. 17.
70 Almeida Cruz, Desantes Real og P. Jenard: „Report by Mr de Almeida Cruz, Mr Desantes
Real and Mr Jenard on the Convention on the accession of the Kingdom of Spain and the Portu-
guese Republic to the accession of the Kingdom of Spain and the Portuguese Republic to the 1968
Brussels Convention on jurisdiction and the enforcement of judgements in civil and commercial
matters". OJ 1990 C 189, bls. 44; P. Jenard og G. Möller: OJ 1990 C 189, bls. 72.
71 Chesire & North: Private Intemational Law, bls. 298.
72 Almeida Cruz, Desantes Real og P. Jenard: OJ 1990 C 189, bls. 44; P. Jenard og G. Möller:
OJ 1990 C 189, bls. 73. í máli 133/81 Ivenel gegn Schwab [1982] ECR 1891 kom fram að í til-
vikum, þar sem krafa er byggð á ýmsum skuldbindingum sem eiga rót sína í umboðssamningi milli
launþega sem er ekki sjálfstæður og fyrirtækis, er það sú skuldbinding sem einkennir samninginn,
þ.e. staðurinn þar sem framkvæma á vinnuna, sem hafa ber í huga við beitingu 1. tölul. 5. gr. samn-
ingsins. Sjá einnig mál 266/85 Schenavai gegn Kreischer [1987] ECR 239; mál 32/1989 Six Con-
structions gegn Humbert [1989] ECR 341.
73 Sjá mál 266/85 Schenavai gegn Kreischer [1987] ECR 239. Þar var deilt um þóknun arkitekts
vegna vinnu við að teikna sumarbústaði. Dómstóllinn taldi að þetta væri ekki mál sem varðaði
vinnusamninga einstakra manna í skilningi 1. tölul. 5. gr. I þessu máli kom þetta einnig fram að
vinnusamningum megi lýsa þannig að „they create a lasting bond which brings the worker to some
extent within the organizational framework of the business of the undertaking or employer, and
they are linked to the place where the activities are pursued, which determines the application of
mandatory rules and collective agreements".
74 A það skal bent að samhliða ákvæði í Brusselsamningnum veitir einungis heimild til að höfða
mál á hendur vinnuveitandanum. Annar munur er á þessum samhliða ákvæðum samninganna.
Hann er sá að samkvæmt Brusselsamningnum er heimilt að lögsækja vinnuveitandann, ef laun-
þeginn starfar að jafnaði ekki í einu tilteknu landi, á þeim stað sem starfstöðin er eða var sem réð
hann til starfa. Þetta hefur raunhæfa þýðingu ef starfstöðin er flutt eftir að launþeginn var ráðinn til
starfa.
337