Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 68
Rfki hafa, í samræmi við Sáttmála Sameinuðu þjóðanna og grundvallarreglur al-
þjóðaréttar, rétt til þess að nýta eigin auðlindir í samræmi við eigin stefnu í um-
hverfismálum og bera ábyrgð á að framkvæmdir innan lögsögu þeirra valdi ekki tjóni
á umhverfi annarra ríkja eða svæða utan eigin lögsögu.
Á Stokkhólmsráðstefnunni endurspeglaðist hvemig ólík pólitísk markmið
um eitt hundrað og fimmtíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna hömluðu því að
hægt væri að koma á hnattrænni lögsögu er tæki á alþjóðlegri mengun.31 Á ráð-
stefnunni var þó viðurkennd nauðsyn þess að taka á þessum málum á alþjóða-
vettvangi.
I kjölfar Stokkhólmsráðstefnunnar voru gerðir nokkrir svæðisbundnir samn-
ingar milli þjóða er tóku á ýmsum þáttum mengunar sjávar, þ.á m. mengun frá
landi. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1982 að sáttmáli, sem var ekki bund-
inn við ákveðið svæði og var ætlað að taka til allra þjóða heims, lagði skyldur
á herðar samningsaðila um stjórnun mengunar sjávar frá landi, það var Hafrétt-
arsamningur Sameinuðu þjóðanna.
4.3.2 Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna
Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn er
fjallar um hafrýmið í heild sinni og boðaði hann á sínum tíma veigamikla breyt-
ingu á sviði mengunarmála hafsins.32 Þrátt fyrir að samningurinn tæki ekki gildi
fyrr en seint á árinu 1994 þá voru mörg ákvæða hans viðurkennd sem réttar-
venja fyrir þann tíma.
Hafréttarsamningurinn kveður á um þá grundvallarskyldu strandríkja að
vernda og viðhalda umhverfi hafsins og auðlinda þess. Skylda þessi felur það í
sér að strandrrkjum ber að vemda auðlindir hafsins og bera bótaábyrgð ef þess-
ari grundvallarskyldu er ekki sinnt. Samningurinn mælir einnig fyrir um að
þjóðir heims skuli setja lög og reglur, á svæðis- eða hnattrænum grundvelli, til
þess að koma í veg fyrir, draga úr og hafa eftirlit með mengun í lífrrki sjávar.33
Það ákvæði sem aðallega tekur á mengun frá landi er að finna í 207. grein
samningsins. Þar segir í 1. mgr.:
Ríki skulu setja lög og reglur til að koma í veg fyrir, draga úr og hafa eftirlit með
mengun hafrýmisins frá landstöðvum, m.a. ám, árósum, leiðslum og ræsakerfum,
enda sé höfð hliðsjón af reglum, stöðlum og tilmælum um venjur og starfshætti sent
samþykkt hafa verið á alþjóðavettvangi.
31 Kindt, John Warren: Marine Pollution and the Law of the Sea Vol. II. Buffalo N.Y. 1986, bls.
1060. Hér eftir vísað til sem „Kindt".
32 Schachte, W.: „The Value of the 1982 U.N. Convention on the Law of the Sea: Preserving Our
Freedoms and Protecting the Environment". 23 Ocean Development and Intemational Law, bls. 59
(1992). Hér eftir vísað til sem „Schachte".
33 Schachte. bls. 60.
234