Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 9
Reglurnar verða hér aðallega skýrðar í réttarfarslegu samhengi. Koma þá einkum til skoðunar ýmsar aðrar réttarfarsreglur, sem binda dómara á ákveðinn hátt þegar hann færir rök fyrir niðurstöðu í dómsmáli, réttarskipanin og venjur sem dómstólar hafa mótað. Álitaefnin, sem hér verða dregin fram, tengjast því öðrum atriðum á sviði réttarfars svo sem þeim er varða forræði aðila á sakar- efninu og reglur um sönnun og sönnunarmat. Rökstuðningur dóma er þó ekki eingöngu viðfangsefni réttarfars vegna þess að um hann er einnig fjallað í rétt- arheimspeki og réttarheimildafræðum. Reglurnar vekja jafnframt spurningar um rökfræðileg efni, aðferðir rökfræðinnar og fræðilegan grundvöll rökréttrar hugsunar.5 Þar er oft um almenn atriði að ræða sem eiga ekkert sérstaklega við um lögfræði umfram aðrar vísindagreinar. Almennt verður t.d. að gæta þess að atriði, sem skipta máli fyrir tiltekna úrlausn, séu sett í rökrétt samhengi. Það á við hvort sem um er að ræða lögfræðilega úrlausn eða einhverja aðra úrlausn. Sama gildir um framsetningu á rituðu máli. Það þarf að vera skýrt og skil- merkilegt og um það gilda ákveðin lögmál, sem fara þarf eftir þegar koma þarf orðum að því sem ritað er, hvort sem um er að ræða samningu dóms eða annað ritmál.6 Það eru því ekki eingóngu lögfræðileg álitamál sem kunna að koma upp við skilgreiningar á því hvernig réttarfarsreglum um rökstuðning dóma verður beitt. Efnið verður þó að mestu takmarkað við réttarfarsleg atriði en óhjá- kvæmilega verður að skoða það að einhverju leyti í víðara samhengi. Þegar fjallað er um þessar reglur vakna ýmsar spurningar, t.d. hvort til séu almennar viðmiðanir þegar metið er hvort rökstuðningur í dómi sé fullnægjandi og, ef svo er, hverjar þær séu? Hvernig hafa dómstólar beitt þessum reglum? Eru dómsúrlausnir hin rétta viðmiðun við könnun á innihaldi lagareglnanna eða er gagnrýnin um ófullnægjandi rökstuðning í dómum að einhverju leyti rétt- mæt? Er hugsanlegt að svokallaða „vantrú almennings" á dómstólum landsins, sem virðist stundum koma fram í skoðanakönnunum, megi rekja til þess að dómstólar hafi ekki gætt þess að styðja niðurstöður sínar nægilega traustum rökum? Þótt ekki sé ætlunin að svara öllum þessum spurningum hér verður gerð til- raun til að varpa ljósi á lagareglurnar, sem mæla fyrir um rökstuðning dómsúr- lausna, en í því sambandi koma upp ýmis álitamál, sem tengjast þessum spurn- ingum, beint eða óbeint. I nokkrum tilfellum hafa komið fram sérstakir eríið- leikar við beitingu reglnanna en í öðrum tilfellum vakna áhugaverðar spurning- ar um efni þeirra eða útfærslu. Dæmi um það verða skilgreind eftir því sem til- efni gefst til og athugað verður hvernig þau falla að umræddum reglum og hvort af þeim megi draga einhvern lærdóm. 5 Magnús Thoroddsen segir að í dómi felist „sköpunarstarf dómarans - hið lífræna afsprengi hugsunarinnar". „Samning dóma", bls. 76. 6 Á bls. 7 í bókinni Fram á ritvöllinn eftir Baldur Sigurðsson og Bjarna Ólafsson segir: „Mark- mið bókarinnar er að leiðbeina við hvers konar skrif... þannig að menn treysti sér að orða hugsun sína í riti og skiptast á skoðunum á prenti. Það er ekki sérfræði að skrifa. Tungan er sameign okkar, ritmálið ekki síður en hið talaða orð". 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.