Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 60
5.3 Geislavirk efni 5.4 Þungmálmar 5.5 Olíuefni 5.6 Næringarefni 5.7 Setflutningar og mengun sets 5.8 Sorp 5.9 Meðhöndlun og eftirlit með skaðlegum efnum 6. LOKAORÐ 1. INNGANGUR Á síðustu áratugum hefur komið í ljós að höf heimsins eru víða alvarlega menguð. Vaxandi mengun ógnar nú víða lífríki sjávar og framleiðni þess. Þessi tíðindi ber að taka alvarlega vegna þess lykilhlutverks sem lífríki sjávar gegnir í hringrás alls lífs á jörðunni. Á alþjóðavettvangi hefur verið reynt að taka á þessu umhverfisvandamáli en með takmörkuðum árangri. Mengun sjávar kemur að mestu leyti frá landi.1 Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur þjóðum heims ekki tekist að koma viðhlítandi lögum yfir þessa tegund mengunar. Lítið fer fyrir venjubundnum alþjóðarétti á þessu sviði og alþjóða- samningar hafa ekki skilað ásættanlegum árangri. Á síðustu tveimur áratugum hefur verið reynt að nálgast þetta vandamál í auknum mæli með svæðisbundn- um samningum en án fullnægjandi árangurs. Arið 1995 var á vegum Sam- einuðu þjóðanna samþykkt hnattræn framkvæmdaáætlun um að draga úr meng- un sjávar frá landi sem vonir eru bundnar við að muni bera áþreifanlegri ár- angur en fyrri tilraunir á þessu sviði. I sjónum umhverfis ísland mætast ólíkir haf- og loftstraumar sem gera það að verkum að mengandi efni geta borist til landsins úr ýmsum áttum. Fiskurinn í sjónum umhverfis landið myndar undirstöðu efnahagslífs okkar. Það er því afar mikilvægt fyrir okkur íslendinga að fylgjast með mengun í sjónum um- hverfis landið; gera okkur grein fyrir hvaðan hún kemur og gera okkar besta til að ná tökum á henni svo að hún valdi ekki óbætanlegu tjóni. íslensk stjórnvöld gerðu sér snemma grein fyrir mikilvægi þessa máls og hafa tekið mjög virkan þátt í alþjóðasamvinnu á þessu sviði. Það er tilgangur þessarar greinar að fjalla um mengun sjávar frá landi og kanna hvernig til hefur tekist við að ná stjórn á henni. Fjallað verður um hvernig alþjóðaréttur hefur þróast á þessu sviði; hvernig mengun sjávar hefur haft áhrif á þróun alþjóðlegs hafréttar og hvernig þjóðir heims hafa fetað sig áfram með 1 Þessi tegund mengunar hefur verið nefnd á ensku „marine pollution from land-based activities". Hugtakið „mengun frá landstöðvum" hefur mikið verið notað í íslensku fyrir mengun frá landi. Það hefur þó borið við að það hugtak hefur verið túlkað samkvæmt orðanna hljóðan og því þrengra en merkingu þess er ætlað að vera. „Mengun frá landi" er því að mestu leyti notað í grein þessari um þessa tegund mengunar. 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.