Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 75

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 75
Framkvæmdaáætlun Hollustuverndar er glöggt vitni um þá þróun. Drög að Framkvæmdaáætlun fyrir Island er ítarleg samantekt um ástand mengunar við strendur landsins og hvemig tekið hefur verið á þeim málum hér á landi. Eftirfarandi umfjöllun um helstu uppsprettur mengunar sjávar frá landi við strendur Islands og lagaumhverfi á þessu sviði, er að mestu leyti byggð á efni sem tekið hefur verið saman og er að finna í drögum að Framkvæmdaáætlun fyrir ísland. 5.1 Skólp Stærstu uppsprettur skólps hér á landi em íbúðabyggð, fiskvinnsla, búfjár- slátran og iðnaður svo sem mjólkurbú, fiskeldi, vefnaðarvöruiðnaður, sútunar- verksmiðjur og þvottahús auk stóriðju. Mengun vegna skólps er að mestu leyti bundin við strandsvæði í kringum útrásir frá þéttbýli.63 Mælingar sem gerðar hafa verið í fráveitukerfi Reykjavíkur sýna að mengun vegna skólps er svipuð og í nágrannalöndum okkar. Gildandi lagarammi eftirlits og vöktunar varðandi skólp og fráveitumál eru lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvamir, ásamt reglugerðum nr. 796/1999 um mengunarvamaeftirlit og nr. 798/1999 um fráveitur og skólp. í þeim lögum er að finna reglur um hreinsun skólps hér á landi og er þar meðal annars kveðið á um það að fyrir lok ársins 2005 skuli komið á viðeigandi hreinsun skólps frá öllum þéttbýliskjörnum á landinu.64 Að mati Hollustuverndar ríkisins, sem hefur yfirumsjón með þessum málaflokki, ætti hafið umhverfis Island vel að ráða við að þynna eða eyða þeirri skolpmengun sem í það fer. Því ætti að vera einfalt að halda mengun vegna skólps hér á landi í lágmarki. Staða fráveitumála er hins vegar þannig í dag að meiri hluti skólpsins fer óhreinsað í sjóinn. Með þeim lögbundnu framkvæmd- um sem nú eru fyrirhugaðar, og sums staðar er byrjað á, telur Hollustuvernd hins vegar, í drögum að Framkvæmdaáætlun fyrir Island, fyrirséð að ástandið mun breytast til hins betra í náinni framtíð. samning); Alþjóðasamningur um varnir gegn mengun sjávar frá skipum (MARPOL), Alþjóða- samningur um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það (Lund- únasamningurinn); Samningur Norðurlanda um gagnkvæma samvinnu vegna óhappa af völdum olíu og annarra hættulegra efna (Kaupmannahafnarsamningurinn); Framkvæmdaáætlun um sjálf- bæra þróun í íslensku samfélagi; Ríóyfirlýsingin; Dagskrá 21 og Aðildarsamningur Norðurskauts- ráðsins. 63 Útstreymi lífrænna efna er þó ekki í beinu sambandi við fbúafjölda heldur fremur eftir þeirri atvinnustarfsemi sem þar fer fram. Þannig er mengun vegna skólps hæst á Austurlandi, einkum vegna mikillar fiskvinnslu á svæðinu. 64 Með lögum nr. 53/1995 um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum er stuðlað að styrkveitingum til þeirra sveitarfélaga sem leggja í framkvæmdir við fráveitur innan þeirra tímamarka sem fram koma í reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp. 241
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.