Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 52
til frásagnar móðurinnar fyrir dóminum þess efnis að hún hafi eftir að ákærði fór af heimilinu í maí 1995 „reynt að halda utan um allt eins og áður og sjá til þess að allir væru góðir og ákærði gæti komið þótt það hafi aldrei hvarflað að henni að hægt væri að endurreisa hjónabandið eftir það“. Tengsl þessara atriða, sem tiltekin eru í rökfærslunni, og niðurstöðu sönnunarmatsins eru a.m.k. óljós. Af þessum sökum er erfitt að átta sig á því hvers vegna þau atriði, sem meirihlutinn tiltekur í rökfærslunni, eru talin skipta máli fyrir niðurstöðu sönnunarmatsins. Rök fyrir niðurstöðu sönnunarmatsins verða ekki sannfær- andi ef horft er fram hjá atriðum sem hljóta að skipta máli við matið þegar þau eru sett í rökrétt samhengi. Rökfærsla verður heldur ekki sannfærandi þegar erfitt er að átta sig á henni. Af dóminum er þrátt fyrir þetta Ijóst að dómendum hefur þótt raunverulegur vafi vera á því að ákærði hafi framið verknaðinn sem lýst var í ákærunni. Þó var framburður kæranda trúverðugur að mati meirihluta héraðsdóms en niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi framburðarins gat Hæstiréttur ekki endurmetið þar sem kærandi hafði ekki gefið skýrslu fyrir Hæstarétti, sbr. 4. mgr. 159. gr. laga um meðferð opinberra mála, sbr. 4. mgr. 19. gr. laga nr. 37/1994. Þau atriði, sem meirihluti Hæstaréttar tiltekur í rökfærslunni, hafa samkvæmt niðurstöðu sönnunarmatsins verið talin veita tilefni til að ætla að framburði kæranda mætti ekki treysta. Engin atriði eru tilgreind sem ættu að renna stoðum undir hið gagnstæða. Það er hins vegar gert í sératkvæðinu. Þar eru rakin atvik og önnur atriði, sem dómendur töldu að skiptu máli fyrir sönnunarmatið, í þeim tilgangi að skera úr um það hvort fram væri komin nægileg sönnun sem ekki yrði ve- fengd með skynsamlegum rökum. Ekki hefði komið fram tilefni til að hnekkja því mati meirihluta dómenda í héraði, að framburður kæranda hafi verið trú- verðugur. Umgengnisdeilan, ákvæði í skilnaðarsamningi um umgengni, sam- skipti ákærða við mæðgumar og bréf kæranda til ákærða, sem meirihlutinn til- tekur í rökfærslunni, em ekki talin skipta máli í sönnunarmati minnihlutans. Af framangreindu má draga þá ályktun að rökfærsla fyrir niðurstöðu sönn- unarmats getur verið vandasöm og henni þarf að beita af nákvæmni. í rökfærsl- unni þarf að velja rökin fyrir niðurstöðunni. Mat á því hvað skiptir máli þegar ákveðið er hvort fram hafi komið lögfull sönnun er ekki einhlítt eins og hér hefur verið sýnt fram á. Sú rökfærsla virðist hins vegar ekki sannfærandi þegar aðeins er litið til þeirra atriða sem benda í ákveðna átt að niðurstöðu ef önnur atriði, sem hljóta að skipta máli fyrir matið, em vanmetin eða ef þau eru ekki sett í rökrétt samhengi við það sem augljóslega skiptir máli. Röksemdir minni- hluta dómenda í báðum þessum málum bera þess merki að dómendur hafa haft góða yfirsýn yfir það sem skipti máli fyrir niðurstöðu sönnunarmatsins, val þeirra á röksemdum er sannfærandi og þeir hafa metið í heild atvik og aðstæður, sem fyrir lágu í hvom tilviki, í þeim tilgangi að skera úr um það hvort fram væri komin sönnun sem ekki yrði vefengd með skynsamlegum rökum. Með þeirri aðferð verður rökfærslan traustari og rökin fyrir niðurstöðunni haldbetri heldur en ef henni væri ekki beitt. 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.