Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 10
2. TULKUN A LAGAREGLUM UM RÖKSTUÐNING DÓMA I forsendum dóma skal greina rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagaatriði eins og segir í 114. gr. laga um meðferð einkamála. Sambærileg regla kemur fram í 135. gr. laga um meðferð opinberra mála en þar segir að í dómi skuli m.a. greina röksemdir dómara um niðurstöðu og viðurlög og að í rök- semdunum skuli koma skýrlega fram hvað dómari telji sannað og með hverjum hætti. Reglurnar sjálfar segja ekki til um það hvernig rökstuðningnum skuli að öðru leyti háttað. Það þýðir hins vegar ekki að dómari geti að því frátöldu hagað rökstuðningi að eigin vild. Þess vegna verður að leita skýringa á því hvað felist nánar í þessum reglum. Ymis atriði geta haft áhrif á það hvernig þessi lagaákvæði verða túlkuð. I fyrsta lagi verður að líta svo á að reglurnar beri að skýra í samræmi við grunn- rökin fyrir tilvist þeirra, sögulegan bakgrunn og tilganginn sem þeim er ætlað að þjóna. I öðru lagi þarf að túlka reglurnar í samræmi við önnur réttarfars- ákvæði, m.a. þau sem fjalla um form og efni dóma og aðrar lagareglur sem binda dómara á ákveðinn hátt í rökfærslunni eða hafa áhrif á það hvernig reglunum verður beitt. Lagareglur mæla t.d. fyrir um það hvernig málsaðilum beri að leggja grundvöll að dómsmáli. Verkefni dómsins er síðan að komast að niðurstöðu. Það gerir hann með því að leysa úr ágreiningsefnum, meta sök, taka afstöðu til þess hvað teljist sannað og dæma um kröfur á lagalegum grunni. Fyrir öllu þessu þarf dómurinn að færa rök en rökfærslunni þarf að haga með tilliti til sakarefnisins og viðeigandi réttarreglna. í þriðja lagi geta venjur ráðið nokkru um það hvernig rökstuðningi er hagað í dómsúrlausn. Því verða regl- urnar skýrðar í samræmi við venjur sem dómstólar hafa mótað í þessum efnum. Loks þarf að skilgreina hugtök, sem koma fram í lagatextanum, svo sem rök- studd niðurstaða og röksemdir dómara en það verður að nokkru leyti gert með tilvísun til hugtaka og aðferða rökfræðinnar. Hér er einnig rétt að hafa í huga að margt annað en lagareglur, venjur og lög- mál rökfræðinnar getur haft áhrif á það hvernig dómari rökstyður niðurstöðu í dómsmáli. Má þar t.d. nefna almenn viðhorf til dómstóla og væntingar sem til þeirra eru gerðar vegna stöðu þeirra í stjórnskipaninni eða af öðrum ástæðum. Þannig geta aðstæður í þjóðfélaginu, tíðarandinn og þjóðfélagsþróunin haft áhrif á það hvernig dómari hagar rökstuðningi. Eigin viðhorf dómara geta að nokkru haft áhrif á aðferðir eða leiðir sem dómari velur í rökstuðningi fyrir dómsniðurstöðu. Athuganir á dómum leiða þetta stundum í ljós. I erindi Armanns Snævarr, sem hann nefnir Dómar og aldarfar og birt er í Ulfljóti, 3.- 4. tbl. 1982, segir á bls. 109 að dómar séu hugverk og þeir beri höfundum að sínu leyti vitni. Dómar fari eigi aðeins með reifun á sakarefninu heldur geymi þeir og ályktanir dómara og efnislegar ákvarðanir á lagagrunni, eins og hann horfi við dómara. Dóm- arnir leiði sitthvað í ljós, ef gaumgæfðir eru, um menntun dómaranna, reynslu, þjálfun, uppeldi og félagslegt baksvið. Þeir gefi innsýn í hugarheim þeirra, hugarstefnur, lífs- viðhorf og næmleika fyrir mannlegum eigindum og ekki síst mennskum breiskleika. 176
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.