Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 61
ólíkum tegundum alþjóðlegra skuldbindinga til þess að ná tökum á þessu vanda- máli. I greininni mun sérstaklega verða fjallað um stöðu mála á íslandi og hvernig íslensk stjórnvöld vinna að því að hrinda í framkvæmd hér á landi Fram- kvæmdaáætlun um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum. 2. HNIGNUN LÍFRÍKIS SJÁVAR OG ÞRÓUN HAFRÉTTAR Það er fyrst nú á allra síðustu áratugum sem þjóðir heims hafa gert sér grein fyrir mikilvægi heilbrigðs lífríkis sjávar fyrir allt líf á jörðu. Höfin gegna lykil- hlutverki í kolefnishringrás lífsins, hafa áhrif á veður og tempra hitastig. Höfin eru auk þess ein stærsta uppspretta fæðu og eggjahvítuefna á jörðinni.2 Til skamms tíma var litið á hafið sem sameiginlega eign mannkyns án nokkurra takmarkana. Hið ríkjandi sjónarmið í hafrétti var grundvallarreglan um frelsi á hafi úti og þar með frelsi til að nýta auðlindir þess. Grundvallarreglan um frelsi á hafi úti varð að meginreglu snemma á 19. öld3 og þjónaði þá hagsmunum hinna valdamiklu siglingaríkja þeirra tíma. Á þeim tíma voru fiskveiðiskip og -tæki ekki afkastamikil á nútímamælikvarða og áhrif þeirra á lífríki hafsins voru minni háttar. I seinni heimstyrjöldinni, og næstu ár- um þar á eftir, áttu sér hins vegar stað róttækar tækniframfarir sem gerðu þjóð- um heims kleift að uppgötva og nýta auðlindir hafsins með öðrum og mun af- kastameiri hætti en áður hafði verið mögulegt. Því miður gerðu þessar tækni- framfarir mönnum einnig kleift að menga hafið og ofnýta auðlindir þess. Sú alvarlega hnignun lífríkis sjávar sem komið hefur ljós á allra síðustu ára- tugum, hefur leitt til umræðu og aðgerða á alþjóðavettvangi sem endurspegla ný sjónarmið í hafrétti. Mengun sjávar hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þeirri þróun enda talin ein aðalorsök hnignunar lífríkisins. Aukin sönnun um skaðleg og hugsanlega óafturkræf áhrif mengunar á lífríki sjávar, hefur sýnt fram á að meginreglan um frelsi á hafi úti er ekki lengur þess megnug að vernda lífríki sjávar og þar með hagsmuni þjóða heims. Hið hefðbundna hagkvæmnissjónar- mið, sem endurspeglast hefur í venjurétti um frelsi á hafi úti, hefur því smám saman vikið fyrir sjónarmiðum er taka meira mið af verndun og sjálfbærri nýt- ingu hafsins og auðlinda þess.4 3. MENGUN SJÁVAR FRÁ LANDI Ef litið er til uppruna mengunar sjávar eru helstu tegundir hennar eftirfar- andi: mengun frá landi, mengun frá skipum, losun í sjóinn, mengun frá and- rúmsloftinu og frá nýtingu sjávarbotnsins. Mengun frá landi er talin uppspretta 2 Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins: „Verndun hafsins fyrir meng- un", ræða flutt hinn 30. október 1999 á ráðstefnu Landverndar um „Umhverfis- og náttúruvernd í 30 ár". Hér eftir vísað til sem: Magnús Jóhannesson: „Verndun hafsins fyrir mengun". 3 Reglan á sér hins vegar sögu aftur til tíma Rómverja. 4 Juda, Lawrence: International Law and Ocean Use Management. New York 1996, bls. 103. Hér eftir vísað til sem „Juda". 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.