Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 33
sem ályktun af annarri eða öðrum fullyrðingum.63 Rökfærslur geta verið langar og flóknar. Þær geta „tekið margar blaðsíður, heila bókarkafla eða jafnvel heilar bækur“.64 Langar og flóknar rökfærslur er oft erfitt að greina. í öðrum tilfellum eru rökfærslur einfaldar og auðgreinanlegar. Rökgreiningar og aðrar aðferðir rökfræðinnar geta verið gagnlegar við mat á því hversu góðar rökfærslur eru. Það má gera með því að greina í fyrsta lagi niðurstöðu rökfærslunnar, í öðru lagi forsendur hennar og í þriðja lagi tengsl forsendna og niðurstöðu.65 í bókinni Rökfræði eftir Símon Jóh. Ágústsson segir að rökfræði nefnist sú fræðigrein sem fjalli um rétta hugsun66 og í orðabók Menningarsjóðs67 er orðið „rökréttur“ skýrt sem rétt hugsun. Það hlýtur því að vera grundvallaratriði að beitt sé réttri hugsun í öllum rökfærslum. Hins vegar getur verið vandasamt að skilgreina hvað sé „rétt hugsun“. Með hugtakinu „rétt hugsun“ hlýtur þó að vera átt við þá hugsun sem telja verður skynsamlega og í samræmi við bestu þekk- ingu á hverjum tíma í því samhengi sem um ræðir með aðferðum sem hinn viti borni maður beitir þegar hann metur atvik og aðstæður og dregur ályktanir af þeim. í rökfærslu felst að koma skipulagi á hugsunina og setja viðfangsefnið í rökrétt samhengi.68 Fram þarf að koma hvað leiðir af hverju og skipa því þannig niður að samhengið verði rökrétt. Mikilvægt er að ályktanir, sem dregnar eru af tiltekinni eða tilteknum forsendum, séu rökréttar. Þessum aðferðum verður stundum best beitt af heilbrigðri skynsemi. Þjálfun í að beita rökhugsun skiptir auðvitað líka miklu máli. Rökfræðin er því mikilvæg í þessu sambandi enda fjallar hún um lögmál hugsunar og reglur sannana og ályktana. Ýmsar rökvillur geta skapað vandamál í rökfærslu svo sem málvillur, efnis- villur og hugsanavillur.69 Þetta getur þó verið erfitt að greina. I því sambandi getur stundum verið upplýsandi að draga fram tiltekin atriði sem sérstaklega þarf að varast í rökfærslum.70 Röksemdir eru settar fram af ákveðnu tilefni í þeim tilgangi að sannfæra þann sem þeim er beint til og þær leiða til ákveðinnar niðurstöðu eða álits. Þeg- ar rökum er beitt hafa þau vegið þyngra en rök sem leiða til gagnstæðrar niður- 63 Erlendur Jónsson: Rökfræði og gagnrýn hugsun, bls. 9. 64 Sama heimild, bls. 16. 65 Sjá sömu heimild. 66 Tilvitnað rit bls. 7. Þar segir enn fremur að rökfræðin fáist við mat á hugsuninni, hvort tiltekin rökfærsla sé rétt eða röng og hvers vegna. 67 íslensk orðabók handa skólum og almenningi. 68 Arnór Hannibalsson: Rökfræðileg aðferðafræði, bls. 6. 69 Sjá Rökfræði eftir Símon Jóh. Ágústsson á bls. 138-151. S. Morris Engels skilgreinir efnis- villur -informal fallacies- á bls. 76-77 í bókinni With Good Reason, og segir að þær megi oftast rekja til tungumálsins, þ.e. rangrar málnotkunar. 70 S. Morris Engel bendir á að flokkun á rökvillum geti verið erfið vegna þess hve marg- breytilegar og flóknar þær kunni að vera. Engu að síður komi þekking á rökvillum að gagni í því skyni að varast þær „... familiarity with common logical errors helps us defend against fallacious thinking ...“. Þetta kemur fram á bls. 76 í tilvitnaðri bók hans. 199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.