Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Qupperneq 52
til frásagnar móðurinnar fyrir dóminum þess efnis að hún hafi eftir að ákærði
fór af heimilinu í maí 1995 „reynt að halda utan um allt eins og áður og sjá til
þess að allir væru góðir og ákærði gæti komið þótt það hafi aldrei hvarflað
að henni að hægt væri að endurreisa hjónabandið eftir það“. Tengsl þessara
atriða, sem tiltekin eru í rökfærslunni, og niðurstöðu sönnunarmatsins eru
a.m.k. óljós. Af þessum sökum er erfitt að átta sig á því hvers vegna þau atriði,
sem meirihlutinn tiltekur í rökfærslunni, eru talin skipta máli fyrir niðurstöðu
sönnunarmatsins. Rök fyrir niðurstöðu sönnunarmatsins verða ekki sannfær-
andi ef horft er fram hjá atriðum sem hljóta að skipta máli við matið þegar þau
eru sett í rökrétt samhengi. Rökfærsla verður heldur ekki sannfærandi þegar
erfitt er að átta sig á henni.
Af dóminum er þrátt fyrir þetta Ijóst að dómendum hefur þótt raunverulegur
vafi vera á því að ákærði hafi framið verknaðinn sem lýst var í ákærunni. Þó var
framburður kæranda trúverðugur að mati meirihluta héraðsdóms en niðurstöðu
héraðsdóms um sönnunargildi framburðarins gat Hæstiréttur ekki endurmetið
þar sem kærandi hafði ekki gefið skýrslu fyrir Hæstarétti, sbr. 4. mgr. 159. gr.
laga um meðferð opinberra mála, sbr. 4. mgr. 19. gr. laga nr. 37/1994. Þau atriði,
sem meirihluti Hæstaréttar tiltekur í rökfærslunni, hafa samkvæmt niðurstöðu
sönnunarmatsins verið talin veita tilefni til að ætla að framburði kæranda mætti
ekki treysta. Engin atriði eru tilgreind sem ættu að renna stoðum undir hið
gagnstæða. Það er hins vegar gert í sératkvæðinu. Þar eru rakin atvik og önnur
atriði, sem dómendur töldu að skiptu máli fyrir sönnunarmatið, í þeim tilgangi
að skera úr um það hvort fram væri komin nægileg sönnun sem ekki yrði ve-
fengd með skynsamlegum rökum. Ekki hefði komið fram tilefni til að hnekkja
því mati meirihluta dómenda í héraði, að framburður kæranda hafi verið trú-
verðugur. Umgengnisdeilan, ákvæði í skilnaðarsamningi um umgengni, sam-
skipti ákærða við mæðgumar og bréf kæranda til ákærða, sem meirihlutinn til-
tekur í rökfærslunni, em ekki talin skipta máli í sönnunarmati minnihlutans.
Af framangreindu má draga þá ályktun að rökfærsla fyrir niðurstöðu sönn-
unarmats getur verið vandasöm og henni þarf að beita af nákvæmni. í rökfærsl-
unni þarf að velja rökin fyrir niðurstöðunni. Mat á því hvað skiptir máli þegar
ákveðið er hvort fram hafi komið lögfull sönnun er ekki einhlítt eins og hér
hefur verið sýnt fram á. Sú rökfærsla virðist hins vegar ekki sannfærandi þegar
aðeins er litið til þeirra atriða sem benda í ákveðna átt að niðurstöðu ef önnur
atriði, sem hljóta að skipta máli fyrir matið, em vanmetin eða ef þau eru ekki
sett í rökrétt samhengi við það sem augljóslega skiptir máli. Röksemdir minni-
hluta dómenda í báðum þessum málum bera þess merki að dómendur hafa haft
góða yfirsýn yfir það sem skipti máli fyrir niðurstöðu sönnunarmatsins, val
þeirra á röksemdum er sannfærandi og þeir hafa metið í heild atvik og aðstæður,
sem fyrir lágu í hvom tilviki, í þeim tilgangi að skera úr um það hvort fram væri
komin sönnun sem ekki yrði vefengd með skynsamlegum rökum. Með þeirri
aðferð verður rökfærslan traustari og rökin fyrir niðurstöðunni haldbetri heldur
en ef henni væri ekki beitt.
218