Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 75

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 75
Framkvæmdaáætlun Hollustuverndar er glöggt vitni um þá þróun. Drög að Framkvæmdaáætlun fyrir Island er ítarleg samantekt um ástand mengunar við strendur landsins og hvemig tekið hefur verið á þeim málum hér á landi. Eftirfarandi umfjöllun um helstu uppsprettur mengunar sjávar frá landi við strendur Islands og lagaumhverfi á þessu sviði, er að mestu leyti byggð á efni sem tekið hefur verið saman og er að finna í drögum að Framkvæmdaáætlun fyrir ísland. 5.1 Skólp Stærstu uppsprettur skólps hér á landi em íbúðabyggð, fiskvinnsla, búfjár- slátran og iðnaður svo sem mjólkurbú, fiskeldi, vefnaðarvöruiðnaður, sútunar- verksmiðjur og þvottahús auk stóriðju. Mengun vegna skólps er að mestu leyti bundin við strandsvæði í kringum útrásir frá þéttbýli.63 Mælingar sem gerðar hafa verið í fráveitukerfi Reykjavíkur sýna að mengun vegna skólps er svipuð og í nágrannalöndum okkar. Gildandi lagarammi eftirlits og vöktunar varðandi skólp og fráveitumál eru lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvamir, ásamt reglugerðum nr. 796/1999 um mengunarvamaeftirlit og nr. 798/1999 um fráveitur og skólp. í þeim lögum er að finna reglur um hreinsun skólps hér á landi og er þar meðal annars kveðið á um það að fyrir lok ársins 2005 skuli komið á viðeigandi hreinsun skólps frá öllum þéttbýliskjörnum á landinu.64 Að mati Hollustuverndar ríkisins, sem hefur yfirumsjón með þessum málaflokki, ætti hafið umhverfis Island vel að ráða við að þynna eða eyða þeirri skolpmengun sem í það fer. Því ætti að vera einfalt að halda mengun vegna skólps hér á landi í lágmarki. Staða fráveitumála er hins vegar þannig í dag að meiri hluti skólpsins fer óhreinsað í sjóinn. Með þeim lögbundnu framkvæmd- um sem nú eru fyrirhugaðar, og sums staðar er byrjað á, telur Hollustuvernd hins vegar, í drögum að Framkvæmdaáætlun fyrir Island, fyrirséð að ástandið mun breytast til hins betra í náinni framtíð. samning); Alþjóðasamningur um varnir gegn mengun sjávar frá skipum (MARPOL), Alþjóða- samningur um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það (Lund- únasamningurinn); Samningur Norðurlanda um gagnkvæma samvinnu vegna óhappa af völdum olíu og annarra hættulegra efna (Kaupmannahafnarsamningurinn); Framkvæmdaáætlun um sjálf- bæra þróun í íslensku samfélagi; Ríóyfirlýsingin; Dagskrá 21 og Aðildarsamningur Norðurskauts- ráðsins. 63 Útstreymi lífrænna efna er þó ekki í beinu sambandi við fbúafjölda heldur fremur eftir þeirri atvinnustarfsemi sem þar fer fram. Þannig er mengun vegna skólps hæst á Austurlandi, einkum vegna mikillar fiskvinnslu á svæðinu. 64 Með lögum nr. 53/1995 um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum er stuðlað að styrkveitingum til þeirra sveitarfélaga sem leggja í framkvæmdir við fráveitur innan þeirra tímamarka sem fram koma í reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp. 241

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.