Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 89

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 89
Laust er til umsóknar starf skólastjóra Tónlistarskólans [X]. Skólastjóri hefur yfirstjóm á starfi skólans og er yfirmaður allra starfsmanna hans. Hann hefur forystu um að móta listræna stefnu skólans og ber faglega ábyrgð á starfsemi hans. Skólastjóri ber ábyrgð gagnvart sviðsstjóra félags- og fræðslusviðs á öllum stjóm- unaraðgerðum og tekur ákvarðanir í samræmi við það. [...] í rökstuðningi bæjarlögmanns X kom fram að við ráðningu í starfið hafi verið litið til eftirfarandi þátta: 1. menntunar almennt, 2. reynslu í stjómun, 3. starfsreynslu, félagsstarfa og fleira, 4. mats á hæfileikum á sviði samskipta og samvinnu, 5. hæfileika til þess að vinna sjálfstætt og til sjálfstæðra vinnu- bragða, 6. annarra atriða. I málflutningi lögmanns þess umsækjanda sem kærði stöðuveitinguna, A, kom fram að hann teldi umbjóðanda sinn í ljósi menntunar og reynslu við kennslu og skólastjóm vera fremri þeim sem stöðuna fékk, B, og þess vegna hefði A átt að fá stöðuna. Bæjarlögmaður X taldi að bæjarstjóm, veitingarvaldshafinn, hefði gert samanburð á A og B þar sem niðurstaðan hefði orðið sú að báðir aðilar hefðu verið metnir jafn hæfir. Var það skoðun X að eftir að slíkt mat lægi fyrir þá hefði veitingarvaldið frjálsar hendur um það hvorn af hæfum umsækjendum það veldi. Af því tilefni að bæjarlögmaðurinn taldi að veitingarvaldið hefði frjálsar hendur um val á umsækjendum þegar fyrir lægi að umsækjendur væru taldir jafnhæfir taldi umboðsmaður Alþingis rétt að fjalla almennt um það að hvaða marki handhafi veitingarvalds kynni að hafa „frjálsar hendur“ við slrkar að- stæður. Þar sem umfjöllunin snertir mjög efni þessarar greinar er hún tekin orð- rétt upp úr álitinu þótt tilvísunin sé í lengra lagi en til hægðarauka er það feit- letrað af höfundi sem mesta athygli vekur: Eins og fram kemur hér að framan skal handhafi veitingarvalds leitast við að velja þann umsækjanda um opinbert starf sem hæfastur verður talinn til að gegna því. Sé ekki mælt fyrir um það í lögum eða stjómvaldsfyrirmælum velur hann hvaða sjónar- mið skulu lögð til grundvallar við mat á starfshæfni umsækjenda og hvert inn- byrðis vægi þeirra sjónarmiða skuli vera. I samræmi við óskráða meginreglu stjórnsýsluréttar verða þau sjónarmið þó að vera ntálefnaleg. Samkvæmt þessu er handhafa veitingarvalds unnt að hafa veruleg áhrif á þau atriði sem skipta máli við mat á starfshæfni umsækjenda meðal annars með tilliti tii þarfa við- komandi stofnunar og eðlis starfsins. Niðurstaða um það hver telst hæfastur umsækjenda ræðst síðan annars vegar af því hvaða sjónarmið og áherslur handhafi veitingarvalds leggur til grundvallar og hins vegar þeim upplýsingum sem liggja fyrir um starfshæfni umsækjenda. Reynist handhafa veitingarvalds erfitt að velja milli tveggja umsækjenda er honum því ávalit unnt samkvæmt framansögðu að draga inn í matið ný málefnaleg sjónarmið eða leggja meiri áherslu á eitt eða fleiri sjónarmið fremur en önnur. Skilja má skýringar bæjarlögmanns X svo að við þessar aðstæður hafi handhafi veitingarvalds frjálsari hendur en ella við val á umsækjanda. Ég er þeirrar skoðunar að heimildir handhafa veitingarvalds til þess að velja þau sjónarmið og áherslur sem 393
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.