Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 89
Laust er til umsóknar starf skólastjóra Tónlistarskólans [X]. Skólastjóri hefur
yfirstjóm á starfi skólans og er yfirmaður allra starfsmanna hans. Hann hefur forystu
um að móta listræna stefnu skólans og ber faglega ábyrgð á starfsemi hans.
Skólastjóri ber ábyrgð gagnvart sviðsstjóra félags- og fræðslusviðs á öllum stjóm-
unaraðgerðum og tekur ákvarðanir í samræmi við það.
[...]
í rökstuðningi bæjarlögmanns X kom fram að við ráðningu í starfið hafi
verið litið til eftirfarandi þátta: 1. menntunar almennt, 2. reynslu í stjómun, 3.
starfsreynslu, félagsstarfa og fleira, 4. mats á hæfileikum á sviði samskipta og
samvinnu, 5. hæfileika til þess að vinna sjálfstætt og til sjálfstæðra vinnu-
bragða, 6. annarra atriða. I málflutningi lögmanns þess umsækjanda sem kærði
stöðuveitinguna, A, kom fram að hann teldi umbjóðanda sinn í ljósi menntunar
og reynslu við kennslu og skólastjóm vera fremri þeim sem stöðuna fékk, B, og
þess vegna hefði A átt að fá stöðuna. Bæjarlögmaður X taldi að bæjarstjóm,
veitingarvaldshafinn, hefði gert samanburð á A og B þar sem niðurstaðan hefði
orðið sú að báðir aðilar hefðu verið metnir jafn hæfir. Var það skoðun X að eftir
að slíkt mat lægi fyrir þá hefði veitingarvaldið frjálsar hendur um það hvorn af
hæfum umsækjendum það veldi.
Af því tilefni að bæjarlögmaðurinn taldi að veitingarvaldið hefði frjálsar
hendur um val á umsækjendum þegar fyrir lægi að umsækjendur væru taldir
jafnhæfir taldi umboðsmaður Alþingis rétt að fjalla almennt um það að hvaða
marki handhafi veitingarvalds kynni að hafa „frjálsar hendur“ við slrkar að-
stæður. Þar sem umfjöllunin snertir mjög efni þessarar greinar er hún tekin orð-
rétt upp úr álitinu þótt tilvísunin sé í lengra lagi en til hægðarauka er það feit-
letrað af höfundi sem mesta athygli vekur:
Eins og fram kemur hér að framan skal handhafi veitingarvalds leitast við að velja
þann umsækjanda um opinbert starf sem hæfastur verður talinn til að gegna því. Sé
ekki mælt fyrir um það í lögum eða stjómvaldsfyrirmælum velur hann hvaða sjónar-
mið skulu lögð til grundvallar við mat á starfshæfni umsækjenda og hvert inn-
byrðis vægi þeirra sjónarmiða skuli vera. I samræmi við óskráða meginreglu
stjórnsýsluréttar verða þau sjónarmið þó að vera ntálefnaleg. Samkvæmt þessu
er handhafa veitingarvalds unnt að hafa veruleg áhrif á þau atriði sem skipta
máli við mat á starfshæfni umsækjenda meðal annars með tilliti tii þarfa við-
komandi stofnunar og eðlis starfsins. Niðurstaða um það hver telst hæfastur
umsækjenda ræðst síðan annars vegar af því hvaða sjónarmið og áherslur handhafi
veitingarvalds leggur til grundvallar og hins vegar þeim upplýsingum sem liggja
fyrir um starfshæfni umsækjenda. Reynist handhafa veitingarvalds erfitt að velja
milli tveggja umsækjenda er honum því ávalit unnt samkvæmt framansögðu
að draga inn í matið ný málefnaleg sjónarmið eða leggja meiri áherslu á eitt eða
fleiri sjónarmið fremur en önnur.
Skilja má skýringar bæjarlögmanns X svo að við þessar aðstæður hafi handhafi
veitingarvalds frjálsari hendur en ella við val á umsækjanda. Ég er þeirrar skoðunar
að heimildir handhafa veitingarvalds til þess að velja þau sjónarmið og áherslur sem
393