Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 13
einnig yfirsýn um hvaða fjárhagsupplýsingar um hann verða aðgengilegar öðrum. Markmið 5. og 7. mgr. 28. gr. er aftur á móti að veita hinum skráða kost á að andmæla því, fyrir sitt leyti, að upplýsingar um hann birtist í félaga-, starfsmanna- eða viðskiptamannaskrá, sem afhent verður til nota í tengslum við markaðssetningarstarfsemi eða við markaðs-, neyslu- og skoðanakannanir. I 20. gr. er mælt fyrir um þá upplýsingaskyldu er hvílir á ábyrgðaraðila þegar persónuupplýsinga er aflað hjá hinum skráða. I 21. gr. er á hinn bóginn fjallað um þá upplýsingaskyldu sem hvílir á ábyrgðaraðila þegar persónuupplýsinga er safnað/ra öðrum en hinum skráða. Akvæði 20. og 21. gr. laga nr. 77/2000 var breytt með 2. og 3. gr. laga nr. 81/2002. Markmið breytinganna var að samræma efni og framsetningu greinanna tveggja, einfalda efni leiðbeininga sem veita ber og færa orðalag þeirra til betra samræmis við tilskipun 95/46/EB.2 Hér á eftir verður stuttlega vikið að skýringum á efni 20. og 21. gr. laga nr. 77/2000, með síðari breytingum, sem hér eftir veða skammstöfuð pul. Þessi ákvæði hafa að geynta nýmæli sem kalla á að bæði stjómvöld og einkaaðilar endurskoði verklag sitt við vinnslu persónuupplýsinga. Þess ber að geta að þegar grein þessi er skrifuð hefur Persónuvemd ekki kveðið upp neina úrskurði er varpa ljósi á það hvemig skýra beri ákvæðin. Engin mál hafa heldur borist dómstólum þar sem reynt hefur á ákvæðin. Umfjöllunin hér á eftir er því ein- vörðungu byggð á lögunum, tilskipun 95/46/EB, lögskýringargögnum og við- horfum fræðimanna. 2. TENGSL 20. OG 21. GR. PUL. VIÐ 1. TÖLUL. 7. GR. PUL. Svo heimilt sé að vinna með persónuupplýsingar sem falla undir lög nr. 77/2000 verður vinnslan að byggjast á heimild í 8. og eftir atvikum 9. gr. pul. eða öðrum lögum. Þá verður vinnsla upplýsinganna að vera í samrœmi við efnisreglur 7. gr. pul. Síðastnefnda ákvæðið hefur að geyma meginreglur um vinnslu persónuupplýsinga. I 1. tölul. 7. gr. segir að við meðferð persónuupp- lýsinga skuli þess gætt að þær séu unnar með sanngjömum, málefnalegum og lögmætum hætti og að öll meðferð þeirra sé í samræmi við vandaða vinnslu- hætti persónuupplýsinga. I 38. tölul. formálsorða tilskipunar nr. 95/46/EB er ákvæði þetta skýrt svo að eigi vinnsla persónuupplýsinga að vera með sann- gjömum hætti verði hinn skráði að geta fengið vitneskju um að vinnsla fari fram og, þegar upplýsingar eru fengnar hjá honum, fengið áreiðanlegar og fullar upplýsingar með hliðsjón af aðstæðum við söfnun. Samkvæmt þessu verður að ætla að með sanngirni í 1. tölul. 7. gr. pul. sé aðallega verið að vísa til þess að uppfylltar séu kröfur laganna um opna og gegnsæja vinnslu. í athugasemdum við 7. gr. fmmvarps þess, er varð að lögum nr. 77/2000, er þannig tekið fram að hinn skráði verði að geta fengið vitneskju um vinnsluna 2 Alþt. 2001-2002, A-deild, bls. 4527. 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.