Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 14
og að hann verði að eiga kost á fullnægjandi upplýsingum um vinnubrögð, vinnuferli og annað er lýtur að vinnslunni.' Vegna framangreindra tengsla á milli 7. gr. pul. annars vegar og 20. og 21. gr. hins vegar eru almennt líkur fyrir því að sé 20. eða 21. gr. laganna brotin hafi meginreglan um sanngjarna vinnslu persónuupplýsinga í 1. tölul. 7. gr. laganna einnig verið brotin. 3. ALMENNT UM SKYLDUR ÁBYRGÐARAÐILA Samkvæmt 20. og 21. pul. gr. hvílir upplýsingaskyldan á ábyrgðaraðila3 4 5 vinnslu. Ef ábyrgðaraðili hefur staðfestu utan Evrópska efnahagssvæðisins skal hann tilnefna fulltrúa sinn sem hefur staðfestu hér á landi. Hið sama gildir um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust lögaðila ef ábyrgðaraðili hefur ekki staðfestu hér á landi. Þegar svo stendur á fellur það í hlut fulltrúa ábyrgðaraðila að uppfylla upplýsingaskylduna, sbr. 5. mgr. 6. gr. pul. svo og 1. mgr. 10. gr. og I. mgr. 11. gr. tilskipunar 95/46/EB. Upplýsingaskyldan skv. 20. og 21. gr. pul. felur í sér að ábyrgðaraðili verður sjálfur að eiginfrumkvœði að upplýsa hinn skráða um ákveðin atriði. Hér er því ekki um að ræða reglu af sama toga og fram kemur í upplýsingalögum þar sem aðili verður sjálfur að hafa frumkvæði að því að biðja um aðgang að upplýsingunum. Ákvæði 20. og 21. gr. pul. gilda bæði um stjómvöld og einkaaðila. Þess ber þó að geta að skv. 2. mgr. 3. gr. pul. gildir upplýsingaskylda skv. 20. og 21. gr. ekki um vinnslu persónuupplýsinga sem varða almannaöryggi, landvamir, öryggi ríkisins og starfsemi ríkisins á sviði refsivörslu. Upplýsingaskyldan gildir heldur ekki þegar persónuupplýsingar sem aflað hefur verið eru einvörð- ungu ætlaðar til persónulegra nota, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 3. gr. pul., en slík vinnsla fellur utan gildissviðs laganna. 4. UPPLÝSINGASKYLDA ÞEGAR PERSÓNUUPPLÝSINGA ER AFLAÐ HJÁ HINUM SKRÁÐA 4.1 Hvenær á ábyrgðaraðili að uppfylla uppiýsingaskyldu sína? Samkvæmt orðalagi 20. gr. pul. skal veita hinum skráða fræðslu um tiltekin atriði þegar persónuupplýsingunum er safnað frá honum. Samkvæmt þessu ber því almennt að veita fræðsluna í síðasta lagi á því tímamarki þegar upplýsing- unum er safnað. Söfnun upplýsinga er ein tegund af vinnslu' upplýsinga sem 3 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 2722. 4 í 4. tölul. 2. gr. pul. er ábyrgðaraðili skilgreindur sem sá aðili sem ákveði tilgang vinnslu persónu- upplýsinga, þann búnað sem notaður sé, aðferð við vinnsluna og aðra ráðstöfðun upplýsinganna. 5 í 2. tölul. 2. gr. laganna er vinnsla skýrð svo: „Sérhver aðgerð eða röð aðgerða þar sem unnið er með persónuupplýsingar, hvort heldur sem vinnslan er handvirk eða rafræn". í b-lið 2. gr. tilskip- unar 95/46/EB er hugtakið hins vegar skilgreint svo: „Aðgerð eða röð aðgerða, rafrænna eða annarra en rafrænna, svo sem söfnun, skráning, kerfisbinding, geymsla, aðlögun eða breyting, heimt, leit, notkun, miðlun með framsendingu, dreifing eða aðrar aðferðir til að gera upplýsingamar tiltækar, samantenging eða samkeyrsla, aðgangstakmörkun, afmáun eða eyðilegging". 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.