Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 16
Þar sem sönnunarbyrðin um það hvort upplýsingaskyldan hafi verið uppfyllt hvílir á ábyrgðaraðila er við því að búast að slíkar upplýsingar verði oft veittar skriflega enda þótt engin formskilyrði gildi um það hvemig upplýsingum er komið á framfæri við hinn skráða. Ef upplýsingum er safnað frá hinum skráða á eyðublaði, og fræðsla skv. 20. gr. veitt á staðlaðan hátt á eyðublaðinu, er ábyrgð- araðila almennt auðvelt að sanna að upplýsingaskyldan hafi verið uppfyllt. Þegar stjómvald fær munnlegar upplýsingar frá málsaðila og skráir þær niður á grundvelli 23. gr. upplýsingalaga eða í samræmi við vandaða stjórn- sýsluhætti bæri að færa einnig til bókar hafi upplýsingaskylda 20. gr. pul. verið uppfyllt með því að gefa aðila munnlegar upplýsingar um þau atriði sem þar eru upp talin.10 4.3 Hvaða upplýsingar á að veita hinum skráða? I 1. mgr. 20. gr. pul. eru tilgreindar þær upplýsingar sem veita skal hinum skráða þegar ábyrgðaraðili aflar persónuupplýsinga hjá honum. I fyrsta lagi ber að veita upplýsingar um nafn og heimilisfang ábyrgðaraðila og eftir atvikum fulltrúa hans. Samkvæmt þessu er því ekki nægilegt að veita einvörðungu upplýsingar um nafn og heimilisfang /w///nía ábyrgðaraðila. Þegar ábyrgðaraðili safnar upplýsingum skriflega eða í gegnum heimasíðu, kæmu almennt fram upplýsingar á eyðublaði eða heimasíðunni um það hver væri ábyrgðaraðili sem stæði fyrir vinnslu persónuupplýsinganna. Þegar það er ekki ljóst með þessum hætti hver er ábyrgðaraðili verður að veita hinum skráða upplýsingar um það. I öðru lagi ber að veita upplýsingar um hver sé tilgangur vinnslunnar. Samkvæmt ákvæðinu ber að veita hinum skráða nægilega ítarlegar upplýsingar þannig að hann geti áttað sig á því til hvers upplýsingunum er safnað. Hinn skráði á því að geta skilið hvernig fyrirhugað er að nota umræddar upplýsingar. I þriðja lagi hvílir sú skylda á ábyrgðaraðila að veita hinum skráða frekari upplýsingar að því marki sem þær eru nauðsynlegar, með hliðsjón af þeim sér- stöku aðstæðum sem ríkja við vinnslu upplýsinganna, svo að hinn skráði geti gætt hagsmuna sinna, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 20. gr. pul. Samkvæmt 10. gr. tilskip- unar 95/46/EB ber að veita slíkar viðbótarupplýsingar að því marki sem þær eru „nauðsynlegar, með hliðsjón af þeirn aðstæðum sem ríkja við söfnunina, til að tryggja hinum skráða að vinnslan fari fram á sanngjaman hátt gagnvart honum“. I 3. tölul. 1. mgr. 20. gr. pul. eru talin upp þrjú dæmi um upplýsingar sem þurft getur að veita: a) I fyrsta lagi getur ábyrgðaraðila verið skylt að veita upplýsingar um viðtakendur eða flokka viðtakenda upplýsinganna þannig að hinn skráði fái skilið eðli og umfang vinnslunnar, sbr. a-lið 3. tölul. 1. mgr. 20. gr. pul. og c-lið 1. mgr. 11. gr. tilskipunar 95/46/EB. í 6. tölul. 2. mgr. 16. gr. pul. er að finna 10 Alþt. 2001-2002, A-deild, bls. 4530. 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.