Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 19
5. UPPLÝSINGASKYLDA PEGAR PERSÓNUUPPLÝSINGUM ER SAFNAÐ FRÁ ÖÐRUM EN HINUM SKRÁÐA 5.1 Hvenær á ábyrgðaraðili að sinna upplýsingaskyldunni? Samkvæmt orðalagi 21. gr. er meginreglan sú að gera skuli hinum skráða viðvart um leið og upplýsinga er aflað frá þriðjamanni. Upplýsingaskyldan skv. 21. gr. pul. hvílir á ábyrgðaraðila. Þegar stjómvald aflar upplýsinga frá öðru stjórnvaldi er það stjómvaldið, sem móttekur upplýsingarnar, sem á að gera hinum skráða viðvart skv. 21. gr. pul.18 í athugasemdum með 3. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 81/2002, er tekið fram að sé komið að skráningu upplýsinganna, og fyrir liggur að hlut- aðeigandi stjómvald muni senda hinum skráða gögn máls innan 10 daga eða veita honum færi á að tjá sig um mál á grundvelli stjórnsýslulaga, megi almennt bíða með veita upplýsingamar og láta þær fylgja með slíku bréfi.19 I greinar- gerðinni er einnig áréttað að það geti þurft að túlka ákvæði 21. gr. í öðmm til- vikum til samræmis við ákvæði stjómsýslulaga nr. 37/1993. ° í 2. málsl. 1. mgr. 21. gr. pul. er tekið fram að sé ætlunin að miðla upplýs- ingum innan hæfilegra tímamarka frá söfnun þeirra megi fresta því að gera hinum skráða viðvart þar til upplýsingunum er miðlað í fyrsta sinn. Svo þetta ákvæði geti átt við verður að vera ljóst strax við söfnun upplýsinganna að markmið hennar sé að miðla upplýsingunum aftur til þriðja aðila innan skamms tíma. Samkvæmt ákvæðinu ber að gera hinum skráða viðvart í síðasta lagi þegar upplýsingunum er miðlað í fyrsta sinn til þriðja aðila. Ábyrgðaraðili hefur einvörðungu skyldu til þess að senda hinum skráða eina tilkynningu. Þetta á við enda þótt sambærilegum upplýsingum verði safnað með reglubundnu millibili frá þriðja aðila, enda hafi hinum skráða verið gerð grein fyrir því. Svo lengi, sem upplýsingum frá öðrum en hinum skráða er safnað í samræmi við upplýsingar um afmörkun á vinnslunni sem hinum skráða voru veittar, þarf ekki að senda honum nýja tilkynningu. Þess vegna nægir að gera hinum skráða viðvart skv. 21. gr. pul. í upphafi viðskiptasambands þar sem persónuupplýsingum mun verða safnað með reglubundnum hætti. Þannig væri almennt nægilegt að veita korthafa debet- og kreditkorta upplýsingar skv. 21. gr. pul. við samningsgerð við korthafa. Ekki þyrfti því að fylgja ný tilkynning sérhverju uppgjöri svo framarlega að söfnun og vinnsla upplýsinganna sé í samræmi við hina upphaflegu upplýsingar sem hinum skráða voru veittar. Ef vinnsla upplýsinganna fer aftur á móti út fyrir þá afmörkun vinnslu sem hinum skráða var tilkynnt um í upphafi, eða um nýtt mál eða viðskiptasamning er að ræða, þarf að gera hinum skráða viðvart og skýra honum frá þeim atriðum sem fram koma í 3. mgr. 21. gr. pul. 18 Alþt. 2001-2002, A-deild, bls. 4530. Sjá einnig Peter Blume: Personoplysningsloven, bls. 121. 19 Alþt. 2001-2002, A-deiId, bls. 4530. Sjá hér einnig Kristian Korfits Nielsen og Henrik Waaben: Lov om behandling af personoplysninger, bls. 306. 20 Alþt. 2001-2002, A-deild, bls. 4531. 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.