Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 21
5.4 Undantekningar frá upplýsingaskyldu ábyrgðaraðila skv. 21. gr. 5.4.1 Inngangur í 4. mgr. 21. gr. pul. koma fram undantekningar frá upplýsingaskyldu ábyrgð- araðila þegar upplýsinga er aflað hjá öðrum en hinum skráða. I 4. mgr. 21. gr. koma fram fjögur ákvæði auk þess sem sérstök þagnarskylduákvæði laga geta gengið framar ákvæði 21. gr. pul. Komi upp deila urn hvort undanþáguákvæðin eigi við er hægt að bera málið undir Persónuvernd og fá úrskurð um það, sbr. 2. mgr. 37. gr. pul. 5.4.2 Óframkvæmanlegt er að láta hinn skráða vita eða upplýsingaskyldan Ieggur þyngri byrðar á ábyrgðaraðila en með sanngirni má krefjast Upplýsingaskylda ábyrgðaraðila skv. 21. gr. gildir ekki ef óframkvæmanlegt er að láta hinn skráða vita eða það leggur þyngri byrðar á ábyrgðaraðila en með sanngimi má krefjast, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 21. gr. pul. í þessu ákvæði felst í raun meðalhófsregla. I athugasemdum við 21. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 77/2000, er tekið fram að það verði að vega hagsmuni hins skráða af því að fá upplýsingar, sem fram koma í 3. mgr. 21. gr., á móti því óhagræði sem upplýsingagjöfin hafi í för með sér fyrir ábyrgðaraðila. Það hefur þær afleiðingar að meta verður hvert tilvik fyrir sig og þá hagsmuni sem þar vegast á. Hér verður að líta til þess hversu veigamiklir hagsmunir hins skráða eru af því að fá þær upplýsingar sem fram koma í 3. mgr. 21. gr. pul. I því sambandi verður að kanna hvort og þá hversu íþyngjandi vinnsla umræddra upplýsinga getur verið fyrir hinn skráða. Ef um er að ræða upplýsingar sem nota á við úrlausn stjómsýslumáls sem hann varða væri almennt um mjög veigamikla hagsmuni að ræða. Ef tilfallandi persónuupp- lýsingar kæmu hins vegar fram í stjómsýslumáli, sem hinn skráði væri ekki aðili að, væru hagsmunir hlutaðeigandi oftast litlir af því að fá tilkynningu skv. 21. gr. Þar myndi þó skipta máli hversu viðkvæmar upplýsingamar væru og einnig hvort hinn skráði væri samt talinn eiga einhverra hagsmuna að gæta við úrlausn málsins.'4 Þær byrðar ábyrgðaraðila, sem ákvæðið vísar til, lúta oftast að þeim tíma og fjármunum sem verja þarf til að sinna viðvörunarskyldu 21. gr. pul. I 2. mgr. 11. gr. tilskipunar 94/46/EB er tekið fram að viðvörunarskyldan gildi ekki „einkum ef um er að ræða vinnslu í tölfræðilegum tilgangi eða vegna sagnfræðilegra eða vísindalegra rannsókna, ef ekki er unnt að veita hinum skráða upplýsingar eða að það kostaði óhóflega fyrirhöfn“. Nefnd sú, sem samdi frumvarp til dönsku persónuupplýsingalaganna, taldi að vart væri hægt að skýra ákvæðið svo að í því fælist heimild fyrir hvert ríki til þess að lögfesta sérstaka undanþágu frá upplýsingaskyldu þegar um væri að ræða vinnslu í 23 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 2734. 24 Sbr. John Vogter: Forvaltningsloven, bls. 73. 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.