Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 26
1. INNGANGUR Fyrirbærið fullveldi er samfélögum misjafnlega hugstætt. I sögu sumra ríkja hefur það aldrei talist mikilvægt og verður þá ekki slagorð í pólitískum deilum heldur eingöngu fræðilegt hugtak, notað til að greina stöðu og breytingar eftir því sem við á samkvæmt stjórnskipan viðkomandi ríkis. Hér á landi er hverju mannsbarni kennt í skóla að ísland hafi orðið fullvalda ríki 1. desember 1918 og þá um leið frjálst. Er í því ljósi kannski ekki að furða þótt fræðahugtakið fullveldi hafi orðið undan að láta gegn hinu pólitíska slagorði. Á síðustu áratugum hefur hugtakið fullveldi hins vegar orðið brennidepill grundvallarbreytinga í réttarkerfi ríkjanna í Evrópu. Áður óþekkt tegund yfirþjóðlegs valds hefur orðið til og stjómarskrám margra rfkja í Evrópu verið breytt gagngert til að heimila framsal valdheimilda til yfirþjóðlegra stofnana með skilyrðum sem ætlað er að tryggja lögmæti og lýðræðislega framkvæmd. Greining á því hvernig til hefur tekist, hver niðurstaðan er um ríkisvald, lýðræði og lögmæti byggist síðan oftar en ekki á fullveldishugtakinu og því sem það hugtak nær yfir í rétti hvers ríkis. Island varð aðili að samrunaferlinu í Evrópu þegar Alþingi samþykkti lög nr. 2/1993 um staðfestingu Samnings um Evrópska efnahagssvæðið og Island varð hluti af innri markaði Evrópuríkja, en samningurinn tók gildi þann 1. janúar 1994. Fullveldi sem pólitískt slagorð var mjög áberandi þá og hefur verið síðar, eins og raunar ýmis önnur tákn sjálfstæðisbaráttunnar. Megintilgangur þessarar greinar er að varpa ljósi á lögfræðilegt mikilvægi fullveldis í stjórnskipun Islands og í hinu nýja samstillta evrópska réttarkerfi sem hér er að verða til fyrir áhrif EES-samningsins. I fyrsta lagi geri ég lög- fræðilega grein fyrir fullveldi Islands, efnislegu inntaki þess og formbindingu í stjómarskránni, nr. 33/1944. I öðru lagi geri ég grein fyrir EES-samningnum, þeim forsendum sem lágu gerð hans til grundvallar og því hvemig yfirþjóðleg einkenni hans koma fram, þ.e. (a) setja innlendu löggjafarvaldi og fram- kvæmdarvaldi skorður og (b) skapa einstaklingum réttindi og skyldur fyrir íslenskum dómstólum og ryðja jafnvel burt íslenskum réttarheimildum, m.ö.o. skapa sérstakt réttarkerfi. Þessi tvígreining yfirþjóðlegra einkenna byggist á alþekktri skilgreiningu Josephs Weiler2 á þróun yfirþjóðlegs valds Evrópu- bandalaganna.3 Niðurstaðan sýnir að mínu mati að það framsal fullveldis sem orðið er með EES-samningum kallar á breytingu stjórnarskránni. 2 Joseph Weiler: „The Community System: The Dual Character of Supranationalism“. Yearbook of European Law. New York 1981, bls. 267 o.áfr. Sbr. „The transformation of Europe“. Yale Law Joumal 100 (1991), bls. 2403 o.áfr. 3 I þessari grein mun ég nota heitin Efnahagsbandalag Evrópu (EB), Evrópubandalögin (EB auk Kjamorkubandalags Evrópu og Kola- og stálbandalags Evrópu) og Evrópusambandið (ESB) eftir því sem efnið krefst slíkrar aðgreiningar. Almennt nota ég þó Evrópusambandið til aðgreiningar frá stofnunum EES. 20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.