Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 29
Niðurstaða greinarinnar er sú að landsmenn verði að greina til fulls: 1. hvort eður að hve miklu leyti lög þau, sem nú gilda, gefi oss heimtur á, að hin æðsta stjórn landsins verði gerð innlend, og 2. ef eigi reynist svo, hvort þá eigi nægi einföld lög til þess, að innlend stjóm verði skipuð, eða hvort þörf sé á, eingöngu fyrir það, að ráðast í að breyta stjórnar- skránni samkv. 61. gr. í bréfi sem Sigurður sendi Eiríki Magnússyni með bón um að hann læsi greinina og kæmi með gagnrýni kemur fram vísbending um hvaða hugmyndir búi henni að baki: Sé ég eigi betur en að fengin innlend stjórn (með jarli) ryðji ráðgjafaþrefinu úr brautinni í vora þágu og efli mikillega confoederations hugmyndina bæði í theori og einkanlega í praxis.... Einnig verður þá að fara inni í stjómarhugmyndir ... hjá mennt- uðum og stjómsömum þjóðum, er eiga yfir mörgum löndum að ráða in specie Bretar.10 Grein Sigurðar féll í grýttan jarðveg og mun hafa þótt lögfræðileg og lang- dregin. Lúðvík Kristjánsson telur hafið yfir vafa að hún hafi verið samin að hvatningu Jóns Sigurðssonar og með hans yfirsýn og nefnir að Valtýr Guð- nrundsson hafi litið á hana sem pólitíska erfðaskrá Jóns Sigurðssonar. Athyglis- vert er að ríkjasamband að breskri fyrirmynd eða „confoederation" er fram- tíðarsýn höfundarins fyrir Islands hönd. Benedikt Sveinsson, sem oft var nefndur arftaki Jóns Sigurðssonar og frægur var fyrir hátt lagapróf frá Hafnarháskóla, notar ekki orðið fullveldi um kröfur íslands í höfuðritgerð sinni um málið 1890. Markmiðið er: „fullkomlega frjáls löggjöf og stjóm í þeim málum, sem enga þjóð varðar nema hina íslenzku þjóð eina“." Tilkoma þessarar stjómar fól ekki í sér í algjöran aðskilnað við Danmörku heldur útskýrði hann markmið sitt svo: ... hið pólitíska stefnumið þjóðarinnar á íslandi væri með endurskoðun stjómarskrár- innar engan veginn það, að losast úr öllu stjórnar- og viðskiptasambandi við Dan- mörku (Seperatisme), heldur að eins fullkomin þingbundin sjálfstjóm í landinu sjálfu í hinum viðurkenndu sjerstaklegu málefnum þess. Auk þess að leggja áherslu á sögulegan grundvöll að hætti Jóns Sigurðs- sonar leggur Benedikt, að eigin sögn, „jafnhliða“ áherslu á „náttúrlegan sjálfs- stjómarrétt íslands“. Þegar Benedikt útskýrir afstöðu sína til kenninga J.E. Larsens, prófessors við Hafnarháskóla, kemur fram að hann sér þennan náttúru- 10 Lúðvík Kristjánsson: Jón Sigurðsson og Geirungar. Rvík. 1991. bls. 205. 11 Benedikt Sveinsson: Stjómarskrármálið. Viðaukarit með Andvara 1890, bls. 105. 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar: 1. Tölublað (01.04.2003)
https://timarit.is/issue/313973

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Tölublað (01.04.2003)

Gongd: