Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 33
I kennslubók í lögfræði, saminni næstum þrjátíu árum eftir að Stjómlaga- fræði Lárusar H. Bjamasonar kom út, er að finna raunsætt mat á þjóðréttarstöðu Islands en þess er um leið gætt að afneita ekki hinum íslenska réttargrundvelli byggðum á Gamla sáttmála: ísland var áður [fyrir 1918] aðeins hjálenda (biland) í verki og framkvæmd og eftir því fór lýsing á stjómskipunarrétti þess.:' 3. FULLVELDI SEM LÖGMÆLT RÍKISVALD í SÖGU ÍSLANDS Fullveldishugtakið ryður sér til rúms í evrópskri lagahugsun í lok sextándu aldar og við upphaf þeirrar sautjándu. Miðstýrt ríkisvald er að festast í sessi í álfunni, ekki síst til að binda enda á ófrið og styrjaldir, og kenningin um full- veldi verður grundvöllur konungsvalds og meðferðar þess. Um miðja sextándu öld hafði orðið aðferðafræðileg bylting í evrópskri lögfræði. Vikið var frá því að byggja gagnrýnislaust á texta rómversku lögbókanna en leitað að upp- runalegri merkingu textans, hún greind og krufið gagnrýnið hvort þar væri sam- kvæmni og rökfesta, hvort í textanum fælist heildstætt kerfi. Frakkinn Jean Bodin var einn hinna nýju lögfræðinga og rit hans Sex bækur um ríkið,21 sem út kom í París 1576, markar þau tímamót í hugmyndasögu lögfræði og stjómspeki að þar er að finna fyrstu heildstæðu kenninguna um fullveldi. Markmið Jean Bodins varð að leita úrbóta á (en ekki bylta) Rómarréttinum með rannsókn á heimildum um sögu samfélaga. Rannsóknartilgáta og frumforsenda Bodins í ritinu um fullveldið er að í öllum samfélögum sé eitthvert opinbert vald. Hann ber saman stjómskipan þekktra samfélaga, lífs og liðinna, og leitar að því hvar æðsta vald sé í hverju þeirra. Af þessu dregur hann ályktanir um almenn megin- einkenni æðsta valds sem eigi við hvert sem stjómarformið sé, hvenær og hvar sem er.22 Frumforsenda kenningar Bodins er að í samfélagi bindi vald enda á ringul- reið og ófrið. Ekki vald sem sé einfaldlega ofbeldi, því að slíkt stríðir gegn hugmyndum Bodins um hið góða líf, heldur skilgreint, lagalega viðurkennt og lögmætt vald sem er ætlað hlutverk af Guði siðgæddu samfélagi til heilla. Fullveldiskenning Bodins fól í sér skilgreiningu á nauðsyn þess fyrir frið og stjómfestu að æðsta vald í ríki væri óskiptanlegt og œvarandi, á frönsku er talað um „la puissance absolue et perpétuelle d'une république“. Að vera algjört 20 Einar Arnórsson: Ágrip af íslenskri stjómlagafræði. Utgefandi Bjami Benediktsson. Rvík. 1935, bls. 6. 21 Ritið kom út alls sautján sinnum meðan Bodin lifði. Nútímaútgáfur em byggðar á þeirri sem út kom 1583 og em þrjár helstar: Sechs Biicher iiber den Staat, útg. Bemd Wimmers, Múnchen 1981; / sei libri dello Stato di Jean Bodin, útg. Margherita Isnardi Parente, Torino 1988 og On Sovereignty. Four Chapters from the Six Books of tlie Commonwealth, útg. Julian H. Franklin, Cambridge 1992. Þegar vísað verður beint í texta Bodins hér á eftir er notuð síðastnefnda útgáfan og þá með tilvísuninni On Sovereignty. 22 Bodin viðurkenndi þrenns konar stjómarform; konungsstjórn, fámennisstjóm og lýðræði og vitnaði til Aristótelesar því til staðfestingar. 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.