Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 44
allt til íslensks ríkis með því að íslendingar ákváðu að taka við því og Danir gáfu það eftir8. Ákvörðun íslendinga var tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu 19. október 1918. 4.2 Fullveldið og stjórnarskrárgjafinn Sambandslögin 1918 voru borin undir þjóðaratkvæði samkvæmt ákvæðum 21. gr. stjómskipunarlaga nr. 12 frá 19. júní 1915, sbr. auglýsingu dagsetta 10. september 1918.59 Akvæðið um þjóðaratkvæði kom inn í frumvarp til stjóm- skipunarlaga sem lagt var fram á Alþingi 1913 og gekk í gildi árið 1915 sem 2. mgr. 61. gr. stjskr.: Nú samþykkir Alþingi breyting á sambandinu milli Islands og Danmerkur, og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.1’" Akvörðun um stofnun fullvalda ríkis og um inntak fullveldis, efnisþætti ríkisvalds og sjálfdæmi Islands varð ekki tekin nema með almennri ákvörðun. Fyrir því eru að minnsta kosti hreinar hagnýtar ástæður sem þó sýna um leið lýðræði í verki: Fólk hefur ekki viljað endurtaka reynsluna af Uppkastinu sem var í raun fellt 1908 vegna þess að þar þótti ekki nógu langt gengið. Við þær bætast áreiðanlega almennar lýðræðishugmyndir þessa tíma. Tilurð fullveldis á Island varð þessvegna með ákvörðun stjórnarskrárgjafans. '1 Verður að álíta að inntak fullveldisins, skerðing eða aukning, sé einnig háð vilja þessa sama stjómarskrárgjafa. Akvörðunarvaldið sé kosningabærra manna á Islandi. 4.3 Lögmælt ríkisvald samkvæmt stjórnarskránni, nr. 33/1944 Stjórnarskrárríkið ísland sver sig í ætt við önnur stjórnarskrárríki að því er varðar megineinkenni stjómarformsins, lýðræðisskipulag, þrískiptingu ríkis- valds og mannréttindi. Stjómarformið temprar að þessu leyti vald ríkisins og setur því almennar skorður réttarríkisins: Að valdheimildir skuli byggðar á stjómarskrá og meðferð valds vera í samræmi við lög. Sambandslögin kváðu á um það í 1. gr. sinni að Island væri frjálst og full- valda ríki í konungssambandi við Danmörku. Meðan konungssambandið við Danmörku stóð höfðu einnig sambandslögin stöðu grundvallarlaga enda mæltu þau fyrir um grundvallarþætti stjórnskipunar á borð við konungserfðir. Því hafði ákvæði 1. gr. sambandslaganna, „ísland er frjálst og fullvalda ríki í kon- ungssambandi við Danmörku“, stöðu grundvallarlaga Islands í þennan tíma. Samþykkt sambandslaganna 1918 kallaði á breytingu á stjómarskrá og í nýrri stjórnarskrá konungsríkisins Islands, nr. 9/1920, sagði í 9. gr.: 58 Um ástæður þess að Danir gerðu þetta, hvort þeir hefðu getað látið það vera o.s.frv., mætti hafa langt mál en það fellur utan viðfangs þessarar greinar. 59 Stjómartíðindi 1918, B-deild, bls. 323-326. 60 Stjórnartíðindi 1915, A-deild, bls. 21. 61 Með stjómarskrárgjafa á ég við kosningabæra menn í landinu, þá er þátt geta tekið í þjóðar- atkvæðagreiðslu eða Alþingiskosningum. 38
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.