Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 52
5.2 Flóðbylgjan
Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var undirritaður 2. maí 1992 í
Oportó af tólf EB-ríkjum og sjö EFTA-ríkjum. Hann hafði í för með sér mestu
upptöku laga í einni svipan frá því Rómarréttur var tekinn upp í álfunni á 14.
og 15. öld. Með gildistöku samningsins varð næstum að engu munur á efnis-
reglum um viðskipti og atvinnulíf í EB og EFTA. Meginmálið er að miklu leyti
afrit Rómarsáttmálans og þeirra breytinga sem á honum höfðu verið gerðar,
þess sem nefnt er á frönsku acquis communautaire og merkir bókstaflega það
sem áunnist hefur í sameiningu.
I öðrum og þriðja hluta meginmálsins eru reglurnar um fjórfrelsið svo-
nefnda, í fjórða hluta samkeppnisreglur og eru þessar reglur efnislega sam-
hljóða reglum Evrópusambandsins. I fimmta hluta er gerð grein fyrir þeim
stofnunum sem samningurinn nær til. Að formi til er Samningurinn um
Evrópska efnahagssvæðið þjóðréttarsamningur. Hann er að meginmáli í 129
greinum, bókanir eru 49 talsins og innihalda þær nokkurs konar sérreglur EES,
en meginmálið, eins og áður sagði, eru reglur Rómarsamningsins. Þá fylgdu 22
viðaukar sem eru listar yfir alls 1700 gerðir, reglugerðir og tilskipanir sem
aðildarríkjum bar að taka upp.
Tilganginum er lýst í aðfararorðunum. Þar skipta mestu ákvæði um að
markmið samningsins sé að skapa öflugt og einsleitt Evrópskt efnahagssvæði
(4. mgr.). Það skal byggt á grundvelli lýðræðis og mannréttinda (1. mgr.), það
skal beita sér fyrir (fjór)frelsi (5. mgr.), og tekið er fram að einstaklingar muni
gegna „mikilvægu hlutverki á Evrópska efnahagssvæðinu vegna beitingar
þeirra réttinda sem þeir öðlast með samningi þessum“.
Fjórir eðlisþættir áttu að tryggja einsleitni á Evrópska efnahagssvæðinu. í
fyrsta lagi hinar sameiginlegu reglur sem samningurinn felur í sér. I öðru lagi
að þessar reglur myndu og skyldu þróast á hliðstæðan hátt. I þriðja lagi sam-
ræmd túlkun og beiting hinna sameiginlegu reglna og í fjórða lagi væri nægi-
lega tryggt að reglunum sé framfylgt með stofnun Eftirlitsstofnunar (ESA)
annars vegar og EFTA-dómstóls hins vegar.
Það er flóð í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Svo herma íslensk
rit og norsk. „Varnarmúramir halda ekki“ sagði Davíð Þór Björgvinsson 1995, 2
„flóðbylgjan fer inn firðina“ sagði Fredrik Sejersted 1996.k’ Líkingamálið er
komið frá Denning lávarði, einum af áhrifameiri dómurum Bretlandseyja, sem
árið 1974, árið eftir að Bretland gekk í Efnahagsbandalag Evrópu, líkti
Evrópurétti við óstöðvandi flóðbylgju í víðfrægu dómsorði.84 Nú er þessi líking
82 Davíð Þór Björgvinsson: „Tengsl EES-réttar og landsréttar". Úlfljótur. 1. tbl. 1995, bls. 165.
83 Fredrik Sejersted: En stadig nærmere mellomstasjon? OM E0S-avtalen og norsk retts till-
pasning til EF-retten, bls. 1, sbr. eftir sama höfund: Between sovereignty and supranationalism in
the EEA context. Oslo 1996, bls. 1.
84 Denning lávarður: „Bulmer v. Bollinger". All England Law Reports, bls. 1231. „ ... when we
come to matters with an European element, the Treaty is like an incoming tide. It flows into the
estutiaries and up the rivers. It cannot be held back“.
46