Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 52

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 52
5.2 Flóðbylgjan Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var undirritaður 2. maí 1992 í Oportó af tólf EB-ríkjum og sjö EFTA-ríkjum. Hann hafði í för með sér mestu upptöku laga í einni svipan frá því Rómarréttur var tekinn upp í álfunni á 14. og 15. öld. Með gildistöku samningsins varð næstum að engu munur á efnis- reglum um viðskipti og atvinnulíf í EB og EFTA. Meginmálið er að miklu leyti afrit Rómarsáttmálans og þeirra breytinga sem á honum höfðu verið gerðar, þess sem nefnt er á frönsku acquis communautaire og merkir bókstaflega það sem áunnist hefur í sameiningu. I öðrum og þriðja hluta meginmálsins eru reglurnar um fjórfrelsið svo- nefnda, í fjórða hluta samkeppnisreglur og eru þessar reglur efnislega sam- hljóða reglum Evrópusambandsins. I fimmta hluta er gerð grein fyrir þeim stofnunum sem samningurinn nær til. Að formi til er Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið þjóðréttarsamningur. Hann er að meginmáli í 129 greinum, bókanir eru 49 talsins og innihalda þær nokkurs konar sérreglur EES, en meginmálið, eins og áður sagði, eru reglur Rómarsamningsins. Þá fylgdu 22 viðaukar sem eru listar yfir alls 1700 gerðir, reglugerðir og tilskipanir sem aðildarríkjum bar að taka upp. Tilganginum er lýst í aðfararorðunum. Þar skipta mestu ákvæði um að markmið samningsins sé að skapa öflugt og einsleitt Evrópskt efnahagssvæði (4. mgr.). Það skal byggt á grundvelli lýðræðis og mannréttinda (1. mgr.), það skal beita sér fyrir (fjór)frelsi (5. mgr.), og tekið er fram að einstaklingar muni gegna „mikilvægu hlutverki á Evrópska efnahagssvæðinu vegna beitingar þeirra réttinda sem þeir öðlast með samningi þessum“. Fjórir eðlisþættir áttu að tryggja einsleitni á Evrópska efnahagssvæðinu. í fyrsta lagi hinar sameiginlegu reglur sem samningurinn felur í sér. I öðru lagi að þessar reglur myndu og skyldu þróast á hliðstæðan hátt. I þriðja lagi sam- ræmd túlkun og beiting hinna sameiginlegu reglna og í fjórða lagi væri nægi- lega tryggt að reglunum sé framfylgt með stofnun Eftirlitsstofnunar (ESA) annars vegar og EFTA-dómstóls hins vegar. Það er flóð í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Svo herma íslensk rit og norsk. „Varnarmúramir halda ekki“ sagði Davíð Þór Björgvinsson 1995, 2 „flóðbylgjan fer inn firðina“ sagði Fredrik Sejersted 1996.k’ Líkingamálið er komið frá Denning lávarði, einum af áhrifameiri dómurum Bretlandseyja, sem árið 1974, árið eftir að Bretland gekk í Efnahagsbandalag Evrópu, líkti Evrópurétti við óstöðvandi flóðbylgju í víðfrægu dómsorði.84 Nú er þessi líking 82 Davíð Þór Björgvinsson: „Tengsl EES-réttar og landsréttar". Úlfljótur. 1. tbl. 1995, bls. 165. 83 Fredrik Sejersted: En stadig nærmere mellomstasjon? OM E0S-avtalen og norsk retts till- pasning til EF-retten, bls. 1, sbr. eftir sama höfund: Between sovereignty and supranationalism in the EEA context. Oslo 1996, bls. 1. 84 Denning lávarður: „Bulmer v. Bollinger". All England Law Reports, bls. 1231. „ ... when we come to matters with an European element, the Treaty is like an incoming tide. It flows into the estutiaries and up the rivers. It cannot be held back“. 46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.