Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 55

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 55
rúmaðist innan hefðbundinna lögskýringaraðferða, ’2 sá fjórði að dómurinn væri til marks um pólitísk áhrif á niðurstöður Hæstaréttar. ’ Myndu margir merkja að þarna væri orðið nokkurt uppnám í fræðunum. Sammæli virðist hins vegar um að Hæstiréttur hafi beitt sáttmálanum sem hreinræktaðri réttarheimild í síðari dómi sem þó féll áður en sáttmálinn var lögfestur á íslandi. 4 Hér hefur orðið tvíeðliskenning verið notað um þá kennisetningu sem viður- kennd hefur verið í íslenskum rétti um tengsl þjóðaréttar og landsréttar. Með hugtakinu tvíeðliskenning eða dualismi er hins vegar einnig vísað til eins konar stefnuyfirlýsingar sem er alþekkt í þjóðarétti sem andstæða monisma eða ein- eðliskenningar en þessi hugtök standa fyrir djúpstæðan ágreining í lögfræðinni um hvort landsréttur eða þjóðaréttur séu eitt lagakerfi eða tvö. A síðari árum er æ oftar bent á að raunverulegur munur á framkvæmd þeirra ríkja sem kenna sig við tvíeðli og hinna sem fylgja eineðliskenningu sé sífeilt minni. Því beri að hætta að „hugsa í þeim“.' Sigurður Líndal sér ekki höfuðmun á kenningunum og bendir á að áhangendur hvorrar þeirrar um sig verji innlendan rétt, hvor með sinni aðferð. Annars vegar með skilyrðum fyrir beinum réttaráhrifum en hins vegar með eigin löghelgan.96 Stefán Már Stefánsson lýsir þessum mismunandi aðferðum nákvæmlega leiðir í ljós að útkoman er nokkum veginn hin sama.” Þegar Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur hér á landi árið 1994 var nauðsyn lögfestingar byggð á tvíeðliskenningunni. í 2. gr. laganna, nr. 62 frá 1994, er ennfremur tekið fram að úrlausnir mannréttindadómstólsins séu ekki bindandi fyrir íslenska dómstóla. Alkunna er að efni mannréttindasáttmálans hefur tekið stökkbreytingum vegna úrlausna dómstólsins. Því er út í hött að búast við að íslenskir dómstólar horfi framhjá fyrri fordæmum mannréttindadómstólsins og ef svo færi, eða nýtt atriði yrði skýrt sjálfstæðri skýringu, gætu aðilar máls ávallt borið dómsniður- stöðu Hæstaréttar íslands undir Mannréttindadómstól Evrópu. Llmmæli í grein- argerð um 2. gr. laganna á borð við þau að „það sé á valdi íslenskra dómstóla og stjómvalda að skýra ákvæði mannréttindasáttmálans sjálfstætt“ eru því marklaus. Þetta skrásetta vald íslenskra dómstóla er innihaldslaust og má taka undir með Dóru Guðmundsdóttur sem segir 2. gr. laganna fá „illa staðist, en geta í mesta lagi haft táknrænt gildi“.“s Davíð Þór Björgvinsson orðar þetta svo 92 Davíð Þór Björgvinsson: „Tengsl EES-réttar og landsréttar“. Úlfljótur. 2. tbl. 1995, bls. 153. 93 Jón Steinar Gunnlaugsson: „Kenningar og raunveruleiki“. Tímarit lögfræðinga. 4. hefti 1990, bls. 242-244. 94 H 1992 174. Þar var dæmt á grundvelli e-liðar 3. mgr. 6. gr. MSE. 95 Ngyen Quoc Dinh: Droit Intemational Public. Paris 1994, bls. 94-95. 96 Sigurður Líndal: Þjóðréttarreglur. Rvík. 1996, bls. 5. 97 Stefán Már Stefánsson: Um þörf á lögfestingu þjóðréttarsamninga, fylgiskjal með skýrslu Umboðsmanns Alþingis fyrir árið 1988. Rvík. 1989. 98 Dóra Guðmundsdóttir: „Um lögtöku Mannréttindasáttmála Evrópu og beitingu í íslenskum rétti“. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti 1994, bls. 188. 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.