Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 60
5.5 Niðurstaða um framsal fullveldis með EES-samningnum Sú forsenda var lögð til grundvallar staðfestingu EES-samningsins að í honum fælist ekki framsal fullveldis og ekki þyrfti að breyta stjómarskrá vegna aðildar að honum. Meginástæða þess að menn töldu þá forsendu uppfyllta var sú að tvíeðliskenningin, um tengsl landsréttar og þjóðaréttar, myndi tryggja að löggjöf Evrópusambandsins tæki gildi á Islandi eftir hefðbundnum lögform- legum leiðum en ekki á nokkurn annan hátt. Tvíeðliskenningin reyndist ekki slík vörn gegn flóði EES-reglna enda höfðu aðrar aðferðir við inntöku EES- réttar í raun verið innleiddar með samningnum. Tvíeðliskenningin vék fyrir þeim þegar á reyndi. Stjómarskráin, nr. 33/1944, gerir ekki ráð fyrir framsali fullveldis. EES- samningurinn fól í sér að sjálfdæmi var skert á því sviði sem samningurinn nær yfir, en alþjóðastofnun sem Island á ekki aðild að var falið löggjafarvald. Þetta reynir mjög á þanþol stjórnarskrárinnar og veikir lögmætisregluna sem grund- völl réttarríkis og lýðræðis á Islandi. 6. AÐ BEITA FULLVELDI SÍNU Alvarlegasta veila fræðaiðkunar í lögfræði - og hún er velþekkt frá ýmsum skeiðum réttarsögunnar - rís þegar hugtakakerfi eða skýringakerfi í lögfræði missir tengsl við veruleikann sem það á að lýsa eða greina. Þá verða skil á milli heilbrigðrar skynsemi og „stöðu fræðanna“."3 Eg hef haldið því fram í þessari grein að aðild Islands að Evrópska efnahagssvæðinu hafi falið í sér framsal fullveldis til stofnunar sem ber yfirþjóðleg einkenni. Raunar er það svo að í íslenskri lögfræðingastétt, meðal fræðimanna hvort sem er í félagsvísindum eða hugvísindum og meðal forystumanna í íslenskum stjómmálum, er þetta almanna- rómur. Hver ættu viðbrögðin að vera? Þar kemur tvennt til greina: I fyrsta lagi að breyta stjórnarskránni. Slík stjórnarskrárbreyting yrði að mínu áliti að fela í sér tvennt: (a) að tekin verði upp í stjórnarskrá skilgreining á tengslum landsréttar og þjóðaréttar sem tekur mið af rauntengslum við EES-rétt, MSE-rétt o.fl., styrkir um leið hina almennu lögmætisreglu stjómskipunar og stjómsýslu og skýrir rétthæð réttarheimilda á íslandi. (b) að tekið verði upp í stjómarskrá opnunarákvæði að evrópskri fyrirmynd. I öðru lagi að bregðast við orðnum hlut í íslenskri fræðaiðkun í lögfræði en afneita honum ekki. Viðurkenning þess að framsal hafi þegar orðið á fullveldi leiðir óhjákvæmilega til endurskoðunar á réttarheimildahugtakinu, á rétthæð réttarheimilda, á stöðu æðstu stofnana rrkisvaldsins gagnvart hver annarri og 113 Staða fræðanna er þýðing á enska hugtakinu „State of the Art“. Það er notað í stjómkerfi vísinda- og fræðastyrkja til að meta stöðu þekkingar, t.d. hvort nýtt framlag eigi erindi, í því felist nýnæmi, það bæti við þekkingu á tilteknu sviði o.s.frv. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.