Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 69

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 69
ina í kjallaranum" - að vísu í óvenjulega sólríkum og fallegum kjallara, sem vert getur verið að heimsækja öðru hverju þegar hlé verður á vopnabraki suður þar! Þó vilja þeir ógjarna sleppa ítökum sínum í þessum neðri byggðum hvemig svo sem árar. Almenna virðingu Evrópumanna og Norður-Ameríkumanna í garð íbúa Suður-Ameríku hefur löngum skort og jafnframt skilning á raunveru- legum högum þeirra og framtíðarhorfum. Mörgum okkar er þó fullkunnugt að um er að ræða menningarþjóðir á sinn hátt, þótt með eitthvað öðrum blæ sé en við eigum að venjast á okkar heima- slóðum, og að mikil gerjun er í andlegu lífi meðal þessara þjóða. Einstaka sinn- um er umheimurinn minntur á þetta þegar afburðalistamenn eða sambærilegir afreksmenn frá þessum heimshluta eru sæmdir hinum æðstu viðurkenningum á heimsvísu, halda t.d. til Stokkhólms til þess að taka við Nóbelsverðlaunum í bókmenntum úr hendi Svíakonungs - og þá er eins og við hrökkvum við eitt andartak og hugsum okkur lítillega um: Þetta er ekki alveg í samræmi við fréttamyndirnar í sjónvarpinu af götuóeirðum, hryðjuverkum, valdatöku her- foringja o.fl., sem almennt er haldið að okkur. Fréttaþulirnir hafa sem sé ekki sagt alla söguna. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir ótrúlegan ójöfnuð manna á milli í efnalegu tilliti og óáran í stjómarfari (a.m.k. ef beitt er mælikvarða þjóða sem stæra sig af grónu lýðræðisstjórnarfari), búa þjóðir Suður-Ameríku við mikinn mannauð jafnt sem stórkostlegar náttúruauðlindir enda þótt hvorugt hafi komið að notum til þessa nema í mjög takmörkuðum mæli. Fátækt og menntunarleysi stórra hópa þjóðfélagsþegnanna hamlar því vitanlega að gáfur þeirra, listhneigð og sköpunarmáttur fái að njóta sín, enda þótt aðrir og betur settari landar þeirri búi hins vegar við hámenningu og taki þátt í að skapa hana og nýting náttúru- auðlindanna hefur, oftar en ekki, borið einhver undarleg ólánsmerki sem skilið hafa eftir sig djúp spor er treglega gengur að afmá. Fjárfestum í þessum ríkjum, jafnt innlendum sem erlendum, hefur löngum fundist sem sætu þeir á púður- tunnu - og hefur það skiljanlega ekki ýtt undir starfsemi þeirra. Otraust stjórnarfar hefur dregið úr kjarki manna til að nýta þau tækifæri til atvinnu- uppbyggingar og framkvæmda sem löndin geta boðið upp á, og allur almenn- ingur geldur þess. Ýmsir hafa þó rakað að sér auði, a.m.k. tímabundið og með mismunandi aðferðum og ekki öllum stásslegum, en kúfurinn af því ríkidæmi, sem á annað borð verður flutt úr stað, hefur lent á bankareikningum (stundum leynilegum) eða í bankahvelfingum í öðrum og kyrrlátari heimshlutum og ekki orðið til mikils gagns í þeim löndum þar sem fjárins var aflað. Vitanlega er þó ekki með réttu hægt að setja fullkomið samasemmerki milli allra Suður-Ameríkuríkjanna í þeim efnum sem hér hefur verið drepið á. Auð- vitað gætir sérstakra þjóðareinkenna í hverju ríki um sig, í þessa áttina og hina, þótt margt sé hins vegar afar líkt þegar skyggnst er undir yfirborðið í sögu þessara þjóða. Ef til vill á sú mynd sem hér var lýst - þótt í mýflugumynd væri - hvergi betur við en í Brasilíu, þessu langstærsta og fjölmennasta ríki 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.