Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Qupperneq 75
Suður-Ameríku voru m.a. hinir svonefndu fueros, þ.e. gömul lagaákvæði þó frá
ýmsum tímum, sem giltu staðbundið á tilteknum landssvæðum á Spáni, en þar
munu hafa vegið þyngst fueros fyrir Kastilíu og Aragóníu, og einnig skal hér
nefnd kunn lögbók, fyrst og fremst allsherjarréttarlegs eðlis, Las Siete Partidas,
sem samin var á 13. öld og gilti einkum í Kastilíu, kjarnaríki Spánar, en öðlaðist
jafnframt mikil áhrif í ýmsum öðrum landshlutum og varð eins konar vara-
réttarheimild þegar hlutaðeigandi fueros þraut. I henni gætti mjög áhrifa frá
Rómarrétti. Þá var einnig um að ræða söfn (compilaciones) konunglegra til-
skipana frá ýmsum tímum. Tilraunir til að samræma spænska löggjöf í heima-
landinu sjálfu hófust ekki fyrr en nokkuð var liðið á 19. öldina og náðu þannig
lítt fram í nýlendum þeim sem hér um ræðir. Portúgalar höfðu hins vegar búið
við allsamræmdar réttarreglur, a.m.k. í stórum dráttum, síðan á 15. öld en þar
var einkum um að ræða konunglegar tilskipanir frá tíð Alfons V. konungs sem
um sumt byggðu á enn eldra rétti og ætlað var að gilda á víðtækum réttar-
sviðum, en þetta tilskipanasafn var síðan víkkað enn og betrumbætt með nýrri
útgáfu 1603 á stjórnarárum Filipusar III.
Öldum saman bjó hin „gullna heimsálfa“ við þær réttarreglur sem hér voru
nefndar og gefur augaleið að sumt hlaut að henta illa við gerbreyttar ytri að-
stæður. En vitaskuld komu einnig til nýjar réttarheimildir smám saman.
Einkum var þar um að ræða tilskipanir (cedulas, ordonenzas eða provisiones),
annað hvort konunganna sjálfra eða staðgengla þeirra í nýja heiminum, sem
einvörðungu var ætlað gildi þar. í hinum spánska hluta álfunnar varð til um-
fangsmikið safn þessara nýju og staðbundnu tilskipana, Recopilación de leyes
de los Reinos de las Indias, sem var gefið út í níu bindum árið 1680, en síðar
bættust að sjálfsögðu fleiri fyrirmæli við. Þessar tilskipanir voru fyrst og fremst
á sviði hins opinbera réttar en sumar þeirra snertu þó vissa þætti einkamála-
réttar. Þróunin varð ekki ósvipuð í Brasilíu, svo langt sem samjöfnuður getur
náð. Almenna reglan var sú að þær reglugerðir eða tilskipanir, sem komu til
sögunnar meðan á nýlendutímabilinu stóð, gengu framar hinum gömlu réttar-
heimildum, er fyrr voru nefndar, ef á milli bar.
Á fyrri hluta 19. aldar tók að halla undan fæti fyrir gömlu nýlenduveldunum
í Suður-Ameríku og þar kom að þau urðu að gefa þar frá sér völdin (víðast eftir
bardaga og blóðsúthellingar nema í Brasilíu eins og fyrr sagði). Á fyrstu árum
nýfengis sjálfstæðis var auðvitað farið að huga að nýrri löggjöf á ýmsum
sviðum, eftir því sem mest nauðsyn var talin bera til, og oftast settar nýjar
stjórnarskrár hið fyrsta, en umfangsmikil nýskipan réttarins að öðru leyti tók þó
yfirleitt áratugi þegar til kastanna kom. Þar af leiðandi urðu nýju ríkin að
jafnaði að búa enn um sinn að þeirri löggjöf sem nýlenduveldin skildu eftir sig,
ef svo má að orði komast (með brýnustu breytingum er aðstæður kröfuðust), og
það var t.d. almennt ekki fyrr en komið var fram á síðari hluta 19. aldar (og í
sumum löndum jafnvel enn síðar) að til sögunnar komu hinar miklu einkaréttar-
lögbækur sem síðan urðu meginréttarheimildir Suður-Ameríkuþjóðanna og
brátt verður nánar vikið að. Það var fyrst með tilkomu þeirra, sem og annarra
69