Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Qupperneq 75

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Qupperneq 75
Suður-Ameríku voru m.a. hinir svonefndu fueros, þ.e. gömul lagaákvæði þó frá ýmsum tímum, sem giltu staðbundið á tilteknum landssvæðum á Spáni, en þar munu hafa vegið þyngst fueros fyrir Kastilíu og Aragóníu, og einnig skal hér nefnd kunn lögbók, fyrst og fremst allsherjarréttarlegs eðlis, Las Siete Partidas, sem samin var á 13. öld og gilti einkum í Kastilíu, kjarnaríki Spánar, en öðlaðist jafnframt mikil áhrif í ýmsum öðrum landshlutum og varð eins konar vara- réttarheimild þegar hlutaðeigandi fueros þraut. I henni gætti mjög áhrifa frá Rómarrétti. Þá var einnig um að ræða söfn (compilaciones) konunglegra til- skipana frá ýmsum tímum. Tilraunir til að samræma spænska löggjöf í heima- landinu sjálfu hófust ekki fyrr en nokkuð var liðið á 19. öldina og náðu þannig lítt fram í nýlendum þeim sem hér um ræðir. Portúgalar höfðu hins vegar búið við allsamræmdar réttarreglur, a.m.k. í stórum dráttum, síðan á 15. öld en þar var einkum um að ræða konunglegar tilskipanir frá tíð Alfons V. konungs sem um sumt byggðu á enn eldra rétti og ætlað var að gilda á víðtækum réttar- sviðum, en þetta tilskipanasafn var síðan víkkað enn og betrumbætt með nýrri útgáfu 1603 á stjórnarárum Filipusar III. Öldum saman bjó hin „gullna heimsálfa“ við þær réttarreglur sem hér voru nefndar og gefur augaleið að sumt hlaut að henta illa við gerbreyttar ytri að- stæður. En vitaskuld komu einnig til nýjar réttarheimildir smám saman. Einkum var þar um að ræða tilskipanir (cedulas, ordonenzas eða provisiones), annað hvort konunganna sjálfra eða staðgengla þeirra í nýja heiminum, sem einvörðungu var ætlað gildi þar. í hinum spánska hluta álfunnar varð til um- fangsmikið safn þessara nýju og staðbundnu tilskipana, Recopilación de leyes de los Reinos de las Indias, sem var gefið út í níu bindum árið 1680, en síðar bættust að sjálfsögðu fleiri fyrirmæli við. Þessar tilskipanir voru fyrst og fremst á sviði hins opinbera réttar en sumar þeirra snertu þó vissa þætti einkamála- réttar. Þróunin varð ekki ósvipuð í Brasilíu, svo langt sem samjöfnuður getur náð. Almenna reglan var sú að þær reglugerðir eða tilskipanir, sem komu til sögunnar meðan á nýlendutímabilinu stóð, gengu framar hinum gömlu réttar- heimildum, er fyrr voru nefndar, ef á milli bar. Á fyrri hluta 19. aldar tók að halla undan fæti fyrir gömlu nýlenduveldunum í Suður-Ameríku og þar kom að þau urðu að gefa þar frá sér völdin (víðast eftir bardaga og blóðsúthellingar nema í Brasilíu eins og fyrr sagði). Á fyrstu árum nýfengis sjálfstæðis var auðvitað farið að huga að nýrri löggjöf á ýmsum sviðum, eftir því sem mest nauðsyn var talin bera til, og oftast settar nýjar stjórnarskrár hið fyrsta, en umfangsmikil nýskipan réttarins að öðru leyti tók þó yfirleitt áratugi þegar til kastanna kom. Þar af leiðandi urðu nýju ríkin að jafnaði að búa enn um sinn að þeirri löggjöf sem nýlenduveldin skildu eftir sig, ef svo má að orði komast (með brýnustu breytingum er aðstæður kröfuðust), og það var t.d. almennt ekki fyrr en komið var fram á síðari hluta 19. aldar (og í sumum löndum jafnvel enn síðar) að til sögunnar komu hinar miklu einkaréttar- lögbækur sem síðan urðu meginréttarheimildir Suður-Ameríkuþjóðanna og brátt verður nánar vikið að. Það var fyrst með tilkomu þeirra, sem og annarra 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.