Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 77

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 77
víða langur vegur milli bókstafs laganna og veruleikans, svo ekki sé meira sagt, og á stundum hafi stjómarskrámar í reynd verið numdar úr gildi tímabundið, þ.e. lýðræðinu - og þar með lögvörðum mannréttindum - einfaldlega verið vikið til hliðar um sinn, einkum þegar herforingjastjómir hafa setið við völd en einnig stundum endranær. Ymis ákvæði bandarísku stjómarskrárinnar rekja, eins og kunnugt er, upp- runa sinn til fomra og rótgróinna meginreglna í „common law“-rétti sem þannig hafði varanleg áhrif á tiltekin réttarsvið flestra Suður-Ameríkuríkjanna. Til- raunir til að lögleiða ýmsa fornhelga þætti „common law“ í Suður-Ameríku, svo sem kviðdóma (a.m.k. í sakamálum), hafa hins vegar iðulega ekki gefist sem skyldi og oft ekki náð rótfestu til frambúðar. 5. EINKAMÁLARÉTTUR OG EINKARÉTTARLÖGBÆKUR 5.1 Almennt Þegar líða tók að miðbiki 19. aldar vaknaði víða í ríkjum Suður-Ameríku - og reyndar í gjörvallri Rómönsku Ameríku12 - áhugi meðal stjórnvalda á því að samdar yrðu og lögteknar vandaðar og ítarlegar lögbækur um öll hin helstu svið einkamálaréttarins með sambærilegum hætti og þá var orðið víða um Evrópu. Góðar einkaréttarlögbækur voru þá gjarna taldar með helstu menningarein- kennum og um leið menningarverðmætum þeirra þjóða sem við þær bjuggu. Ýmsir menntamenn úr ríkjum Suður-Ameríku höfðu þá hlotið framhalds- menntun við evrópska háskóla og m.a. kynnst þeim lögbókum sem komnar voru til sögunnar í hlutaðeigandi ríkjum í „gamla heiminum“. Eins og við mátti búast var það þófranska borgaralögbókin heimskunna, Code civil, sem einkum dró að sér athygli manna og mörgum þótti henta einna best sem höfuðfyrirmynd að nýjum lögbókum. Bar þar margt til en hér nægir að benda á að franska lög- bókin var samin á einstaklega fögru og skýru máli og var auðlesin öllum almenningi (ýmsir málsmetandi menn töldu hana jafnvel til bókmenntager- sema), hún byggði um margt á traustum grunni Rómarréttarins sem kenndur hafði verið og rannsakaður við háskóla í Vestur-Evrópu öldum saman, og auk þess var hún með vissum hætti glæsilegt afsprengi allsherjarbyltingar - upp- reisnar borgaranna gegn ráðandi stéttum og valdhöfum. Hið síðastnefnda höfð- aði vitaskuld með sérstökum hætti til róttækra menntamanna og áhrifamanna í hinum nýju ríkum Suður-Ameríku þar sem þjóðirnar höfðu orðið að brjótast undan oki íhaldssamra stjómarherra og þar sem finna mátti ýmsar samsvaranir við frönsku stjórnarbyltinguna þótt annað greindi reyndar að. Ekki spillti heldur að lögbókin var á þessum tímum iðulega kennd við sjálfan Napoleon Bonaparte 12 Hér verður hugtakið Rómanska Ameríka (e. Latin America) fyrst og fremst notað um þau ríki Ameiíku þar sem töluð er spænska eða portúgalska, en í reynd tekur það einnig yfir þau rfki þar sem franska er þjóðtunga. Ekki reyndist unnt, rúmsins vegna, að fjalla í þessari ritgerð um rétt Mexíkó og Mið-Ameríkuríkja sem og nokkurra ríkja í Karabíska hafinu sem um sumt hefur nána samstöðu með rétti og réttarsögu sumra Suður-Ameríkuríkja. 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.