Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 80

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 80
lögfræði og læknisfræði, er hann lauk hins vegar ekki með tilskildum prófum. I háskólanum var grunnur lagður að fjölfræðiþekkingu Bellos sem hann bjó að alla ævi og jók stöðugt eftir því sem á ævina leið. Hann kynntist þýska land- könnuðinum og vísindamanninum Alexander von Humboldt sem kannaði m.a. náttúrufar og mannlíf í Suður-Ameríku, eins og kunnugt er, og leiddu þau kynni til þess að Bello sökkti sér niður í landafræði og skyld vísindi um alllangt skeið. Hann var vinur og reyndar einnig um skeið kennari hins heimskunna Simonar Bolivars, sem almennt hefur verið kallaður frelsishetja Suður-Ameríku, og saman fóru þeir til Lundúna árið 1810 í eins konar stjómarerindum. Bello dvaldist þar í landi í hart nær tuttugu ár og drakk í sig allan þann lærdóm og menningu sem þar var á boðstólnum. Fór svo að hann tengdist sendinefndum Chile og Kólumbíu í Lundúnum en vann að öðru leyti fyrir sér með kennslu, blaðamennsku og margvíslegum ritstörfum. Hann sendi m.a. frá sér ljóð á þessum árum sem hafa síðan verið í hávegum höfð sem einstætt framlag til suður-amerískra bókmennta. Hann hvarf ekki aftur til síns gamla heimalands heldur þáði hann, 1829, stöðu í utanríkisráðuneyti Chile í Santiago og varð eftir það leiðandi maður í menningarlífi Chile allt til dauðadags 1865. Hann ritaði á þeim árum margar merkar ritgerðir og bækur um ýmis hugðarefni sín, svo sem stjórnspeki og lögvísindi, og var einnig afburða lagakennari þótt aldrei hefði hann lokið formlegu lagaprófi og sérhæfði sig m.a. í þjóðarétti (sem þá var enn ekki orðin sérlega þróuð grein) og í Rómarrétti. Hans verður m.a. lengi minnst fyrir það að hann stofnaði ríkisháskólann í Santiago 1843 og var síðan rektor þeirrar stofnunar, ásamt öðrum störfum, allt til dánardægurs. Tiltölulega skömmu eftir að Bello settist að í Chile var honum trúað fyrir því verkefni að semja drög að heildstæðri og vandaðri borgaralögbók fyrir ríkið. Sinnti hann því verkefni síðan, jafnhliða öðrum bókmennta- og menningar- störfum, um margra ára bil. Var það ekki fyrr en eftir miðja öldina að hann lagði fram lögbókarfrumvarp sitt sem brátt hlaut mikið lof þeirra er um það fjölluðu. Eftir að það hafði sætt skoðun þar til skipaðrar nefndar á vegum ríkisstjórnar landsins varð frumvarpið að lögum árið 1855 og öðlaðist formlega gildi í jan- úarmánuði 1857. Ekki fer á milli mála að Bello notaði hina frönsku borgaralögbók, Code civil, sem fyrirmynd í ríkum mæli, en jafnframt reyndi hann að nýta ýmsa þætti úr hinum eldri spænsku réttarheimildum sem gilt höfðu á einkaréttarsviði í landinu fram til þessa, enda lagði hann áherslu á að hinn hefðbundni spænski réttur byggði í ríkum mæli á ýmsum grunnreglum og kennisetningum Rómar- réttar er hann taldi um margt vera hina hollustu uppsprettu allra laga. Um það leyti sem lögbók Bellos leit dagsins ljós hafði Spánverjum enn ekki tekist að lögleiða borgaralögbók sína en Bello gat á hinn bóginn haft hliðsjón af sumu því er birst hafði í fyrstu drögum að þeirri lögbók er prentuð voru 1851. Þá hafði hann og not af ýmsum öðrum lögbókum Evrópulanda sem hann kynnti sér af mikilli gaumgæfni, svo sem lögbók Austurríkismanna sem var afsprengi 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.