Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 82
verkum sínum. Við samningu frumvarps síns byggði hann að vísu í allmiklum
mæli á fyrirmyndum frá frönsku borgaralögbókinni Code civil en leitaði að
sjálfsögðu víðar fanga í sama tilgangi, t.d. til lögbókar Chilebúa sem fyrr var
gerð grein fyrir, en einnig eldri réttar af spænskum uppruna ásamt frumvarpi að
lögbók Spánverja sem þá var orðið aðgengilegt (samið af Gárcia Goyena).
Jafnframt hafði hann hliðsjón af frumdrögum að lögbók fyrir Brasilíu sem þá
höfðu birst á prenti, enda þótt það lagaverk yrði ekki að fullkomnum veruleika
fyrr en mörgum áratugum síðar. Rit og kenningar ýmissa franskra og þýskra
lögspekinga höfðu hér einnig sín greinilegu áhrif. Allt þetta verður rakið með
óvenjulega glöggum hætti af ítarlegum skýringargreinum höfundarins sem
leiða m.a. fyrirmyndir í Ijós, en þær hafa allt til þessa dags verið birtar í mörgum
útgáfum lögbókarinnar. Engu að síður þykir gæta mikils frumleika um margt
það sent einkennir lögbókina.
Lögbók Argentínu, sem er geysimikil að vöxtum og telur 4.051 gr., vakti á
sínum tíma mikla athygli víða í Rómönsku Ameríku, en hafði þó ekki jafn
víðtæk áhrif og lögbók Chilebúa. Þó var hún t.d. lögtekin, nær orðrétt, í grann-
ríkinu Paragvæ árið 1876.
Nú eru uppi hugmyndir og umræður um að endurskoða hina argentínsku
borgaralögbók frá grunni en óvíst er hvenær þeirri endurskoðun kunni að ljúka
þótt ráðist verði í hana af fullum krafti. Ymsum ákvæðum hennar hefur einnig
verið breytt á ýmsan veg í áranna rás, en ennþá stendur hún sem góður
leiðarvísir til laga og réttar í Argentínu og jafnframt sem eins konar minnis-
merki um mikinn lagamann er hana samdi og um víðsýna stjómmálamenn er
veittu frumvarpi hans brautargengi.
5.2.4 Lögbækur Perú
I Perú var með vissum hætti síðasta „vígi“ Spánverja á dögum frelsisstríðs
hinna spænskumælandi Suður-Ameríkuþjóða enda hafði þar löngum verið
valdamiðstöð þeirra í álfunni. Fljótlega eftir stofnun hins nýja ríkis, eftir fall
nýlenduveldisins, var tekið að huga að almennri endurskoðun löggjafarinnar,
auk stjómarskrárinnar sem kom auðvitað fljótt til sögunnar. Vönduð borgara-
lögbók var lögtekin árið 1852. Eins og við mátti búast var hún samin undir
sterkum áhrifum frá frönsku lögbókinni Code civil, en einnig höfð hliðsjón af
mörgu úr eldra spænskum rétti og staðbundnum fyrirmælum landstjóranna
(varakonunganna) í Perú sem reyndar höfðu gilt fyrir miklu stærra landsvæði.
Þessi lögbók var mjög lituð af áhrifum frá kaþólsku kirkjunni eins og sumar
aðrar lögbækur Suður-Ameríkuríkjanna voru á þeim tímum, t.d. voru réttar-
reglurnar um hjúskaparmálefni rnjög markaðar af ströngum viðhorfum kirk-
junnar. Mörg ákvæði lögbókarinnar af þessu sviði breyttust þó, með tilslök-
ununt, eftir því sem tímar liðu.
Önnur borgaralögbók leysti hina fyrrnefndu af hólmi árið 1936 og hafði í för
með sér gagngerar breytingar á mörgum réttarsviðum. Athyglisvert er að við
76