Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Qupperneq 83

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Qupperneq 83
samningu þessarar lögbókar var í mjög ríkum mæli byggt á fyrirmyndum frá þýsku borgaralögbókinni, BGB, bæði um efni og efnisskipan. Jafnframt var m.a. höfð hliðsjón af ýmsum efnisþáttum og ákvæðum lögbóka Svisslendinga, Brasilíumanna og Argentínubúa, auk þess sem reynt var að halda í vissar réttar- hefðir af spænskum uppruna sem þróast höfðu í Perú. Lögbók þessi var almennt talin afar vönduð á sínum tíma en úreltist þó smám saman eins og verða vill. Ný lögbók, sú þriðja í röðinni frá upphafi, kom síðan til sögunnar árið 1984 og er hún enn í gildi. Atti hún sér langan aðdraganda og við samningu hennar var í miklum mæli byggt á aðferðum samanburðarlögfræðinnar og fyrirmyndir að sumum ákvæðum hennar sóttar víðsvegar að. Meðal annars var lögð áhersla á að jafna réttarstöðu allra borgara og tekið var tillit til ýmissa nýrra viðhorfa í fjánnunarétti, sbr. t.d. ákvæði um heimild fyrir dómstóla til að víkja til hliðar óhóflega íþyngjandi samningsskilmálum þegar sérstaklega stendur á, en það mun þá hafa verið nýmæli í rétti Suður-Ameríkuríkja sem yfirleitt einkenndist af nokkurri íhaldssemi á því sviði. Enda þótt framsækin viðhorf auðkenndu núgildandi lögbók að margra mati þegar hún leit dagsins ljós, hefur þeirri skoðun vaxið mjög fylgi á síðari árum að hún sé í raun réttri orðin ófullnægjandi á ýmsum réttarsviðum vegna breyttra þjóðfélagshátta þótt enn hafi hún ekki náð tvítugsaldri. Einkum hefur þetta verið talið eiga við um þau ákvæði lögbókarinnar sem lúta að viðskiptum. I októbermánuði 1996 var með lögum sett á fót nefnd til gagngerrar endurskoð- unar á lögbókinni, en starfsemi þeirrar nefndar hefur a.m.k. ekki enn sem komið er leitt til neinna meiri háttar breytinga á henni. 5.2.5 Lögbækur Brasilíu Réttar- og stjórnskipunarsaga Brasilíu varð með nokkuð öðrum hætti en almennt átti við um fyrrum nýlendur Spánverja í Suður-Ameríku og blóðs- úthellingar urðu þar m.a. talsvert minni. Allt frá upphafi landnáms hvítra manna - og síðan til langframa - fóru Portúgalar með stjórn þar. í fyrstunni var um nýlendustjórn að ræða, síðan varð Brasilía um skeið eiginlegur hluti portú- galska konungdæmisins en að lokum varð hún sjálfstætt ríki (keisaradæmi) eftir einhliða yfirlýsingu þar að lútandi 1822 og án hemaðarátaka. Lýðveldi var komið þar á fót 1889. Réttarreglur af portúgalskri rót, sumar fornar að stofni, voru allsráðandi í rétti Brasilíumanna lengi framan af, og að verulegu marki allt fram á 20. öld, þótt innlend löggjöf kæmi einnig smám saman til sögunnar. í því sambandi má m.a. nefna Ordonacoes Afonsinas frá 1446, Ordonacoes Manuelinas frá 1521 og Filipinas frá 1603, en í hinni síðastnefndu löggjöf var í ríkum mæli fjallað um einkaréttarmálefni. Skömmu eftir stofnun keisararíkisins var ákveðið með lögum að fyrmefnd löggjöf frá eldri tímum skyldi gilda í landinu enn um hríð þar til ný brasilísk borgaralögbók (og önnur heilsteypt löggjöf í kjölfar hennar) leysti hana af hólmi. En þar á varð afar löng bið! 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.