Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 90

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 90
Ótti við afbrot hefur sýnt sig að vera ekki jafnmikill meðal allra í sam- félaginu heldur birtist hann á mynsturbundinn hátt milli ólíkra hópa. Skýrt dæmi um þetta mynstur er að óttinn virðist einkum hrjá þá sem búa í þéttbýli (Ollenburger, 1981), oft bundinn við tiltekin mannmörg svæði eins og mið- borgir. Jafnvel þótt opinber gögn sýni að konur og eldri borgarar séu sjaldnar þolendur afbrota en aðrir virðist ótti við afbrot vera meiri meðal þeirra (Clemente og Kleiman, 1976) þótt sumir hafi sett fyrirvara um meiri ótta meðal eldri borgara (Ferraro, 1995). Sömuleiðis hafa rannsóknir sýnt að þeir sem að jafnaði eru meiri þolendur afbrota en aðrir, eins og fátækir og minnihlutahópar, óttast afbrot í ríkari mæli en aðrir (Skogan og Maxfield, 1981). Það sem virðist sameina þessa ólíku hópa er skynjun þeirra á meira varnarleysi fyrir afbrotum og almennt lakari félagsleg staða þeirra í samfélaginu sem virðist ýta undir ótta þeirra og draga úr öryggiskennd. Afbrot valda einstaklingum óneitanlega tjóni en afleiðingamar eru samt víðfeðmari en svo og birtast í ótta sem getur komið niður á lífskjörum og almennri líðan fólks í samfélaginu. Þó að ótti við afbrot sé ekki alltaf raunsær getur hann eigi að síður ýtt undir hræðslu við ókunnuga og hið óþekkta, dregið úr ferðum fólks á opinbera staði og þannig haft áhrif á samfélagskennd okkar. Ekki síður leiðir ótti við afbrot til þess að nauðsynlegt er talið að læsa að sér dyrum og gluggum, kaupa sér dýr öryggiskerfi, taka sjálfsvarnamámskeið, fyrir utan margvíslegar almennar aðgerðir eins og aukna lýsingu á opnum svæðum og uppsetningu öryggismyndavéla. Mikilvægi rannsókna á þessu sviði er því mjög mikið, ekki bara til að kortleggja dreifingu óttans heldur og ekki síður til að varpa ljósi á hvað veldur honum og benda á leiðir til úrbóta. Rannsókn sú sem sagt verður frá hér gefur innsýn í hluta af viðfangsefninu um ótta við afbrot og öryggiskennd fólks í samfélaginu. Hér er öryggiskennd Reykvíkinga í miðborginni mæld tvisvar árið 2001 og borin saman við um- fjöllun fjölmiðla um miðborgina um það leyti sem kannanimar fóru fram. Athugað verður hvort ótti við afbrot hafi áhrif á ferðir fólks í miðborginni og hvort að umfjöllun fjölmiðla geti haft áhrif á öryggiskennd fólks. Miðborg Reykjavíkur er eins og alþjóð veit tiltölulega lítið og afmarkað svæði og þar eru langflestir barir og veitingastaðir alls höfuðborgarsvæðisins þar sem um tveir þriðju hlutar íbúar landsins búa. Þama er því helsta skemmti- hverfi landsins og þangað streymir fólk, mestmegnis af yngri kynslóðinni, um helgar og fyllir helstu staðina. Ekki er óalgengt að mikil örtröð skapist við vinsælustu staðina og stundum sýður upp úr og ofbeldisverk eiga sér stað. Fjölmiðlar fylgjast yfirleitt mjög vel með þessu svæði og lýsingar eru stundum mjög dramatískar. Þetta kemur þó í bylgjum, stundum er miðbærinn í brenni- depli fjölmiðla en stundum ekki. Sú spurning sem vaknar í þessu sambandi er hvort umfjöllun fjölmiðla hafi áhrif á viðhorf fólks til miðborgarinnar og ef svo ér í hverju þau áhrif felast. 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.