Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 97
A VIÐ OG DREIF
SKÝRSLA STJÓRNAR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 2001-2002
(Ekki er birtur sá kafli skýrslunnar þar sem sagt erfrá aðalfundi lögfrœð-
ingafélagsins árið 2001 en frásögn affundinum birtist í 4. hefti tímaritsins
2001. Skýrslan sem lögð varfram á aðalfundi félagsins 30. október sl. er birt í
heild að öðru leyti).
1. Almenn stjórnarstörf
A fyrsta fundi nýkjörinnar stjómar skipti stjórnin þannig með sér verkum:
Helgi I. Jónsson gjaldkeri, Steinunn Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri Tíma-
rits lögfræðinga, Aslaug Björgvinsdóttir ritari, Jóhann R. Benediktsson með-
stjómandi og Benedikt Bogason meðstjómandi.
Á starfsárinu hafa verið haldnir sjö stjómarfundir auk þess sem stjómar-
menn hafa milli funda sinnt ýmsum málefnum félagsins. Jóhann R. Benedikts-
son var formaður málþingsnefndar en með honum í nefndinni voru Steinunn
Guðbjartsdóttir og Áslaug Björgvinsdóttir.
Kristján Gunnar Valdimarsson hefur jafnframt setið sem fulltrúi lögfræð-
ingafélagsins í sameiginlegri fræðslunefnd lögfræðingafélagsins, lögmanna-
félagsins og dómarafélagsins þar sem skipulögð hafa verið námskeið fyrir lög-
fræðinga í samstarfi við Stjómunarskóla Háskólans í Reykjavík.
í maí 2002 fór Ragnhildur Amljótsdóttir formaður félagsins til starfa í
Brussel og lét af starfi formanns og tók Kristján Gunnar Valdimarsson varafor-
maður við störfum formanns.
Félagsgjöld eru nú tekjufærð miðað við greiðslur félagsgjalda en var áður
miðað við útsenda gíróseðla. Félagar eru um 1000.
2. Skrifstofa, framkvæmdastjórn og einstök verkefni
Engar breytingar voru gerðar á skrifstofuaðstöðu félagsins á liðnu starfsári.
Skrifstofa félagsins er að Álftamýri 9, Reykjavík og leigir félagið húsnæði af
Lögmannafélagi íslands. Þá hefur félagið einnig aðgang að ljósritunarvél og
öðmm tækjum lögmannafélagsins. Félagið hefur þó verið á hrakhólum með
húsnæði til að geyma birgðir af Tímariti lögfræðinga.
Brynhildur Flóvenz sagði starfi sínu sem framkvæmdastjóri félagsins lausu
og hætti störfum í september 2002. Stjóm lögfræðingafélagsins þakkar henni
vel unnin störf í þágu félagsins og óskar henni velfamaðar á nýjum vettvangi.
Eyjólfur Kristjánsson lögfræðingur var ráðinn tímabundið sem fram-
kvæmdastjóri málþingsnefndar fyrir árið 2002.
Nýr framkvæmdastjóri félagsins var ráðinn til félagsins í október, Guðrún
Hólmsteinsdóttir lögfræðingur, og er hún boðin velkomin til starfa.
Framkvæmdastjóri félagsins er í hlutastarfi til að sjá um hin ýmsu fram-
kvæmdaatriði auk þess sem einn stjómarmaður er framkvæmdastjóri Tímarits
91