Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 100

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 100
Auk útgáfu Tímarits lögfræðinga gefur lögfræðingafélagið út fréttabréf félagsins. Fréttabréfið kemur út nokkrum sinnum á ári og þar birtast einkum tilkynningar til félagsmanna um það sem framundan er í starfsemi félagsins. Jafnframt er fréttabréfið vettvangur fyrir efni sem lögfræðingar eða aðrir telja að eigi erindi við fagstétt okkar og er ástæða til þess að hvetja menn til þess að koma hvers kyns slíku efni á framfæri. Eins og getið hefur verið hér að framan er nú unnið að útfærslu hugmynda um rafrænt fréttabréf sem gæti hugsanlega komið oftar út en það prentaða fréttabréf sem gefið hefur verið út á vegum félagsins í á annan áratug. Lögfræðingafélagið hefur nú til sölu heildstætt safn allra hefta Tímarits lögfræðinga sem komið hafa út frá upphafi og hvetur félagsmenn til þess að nýta sér gildandi tilboð og þar með tækifæri til þess að eignast þessi mikilvægu gögn sem lögfræðingar nýta í daglegum störfum sínum. Það er von stjórnar- innar og trú að tilvist rits á borð við Tímarit lögfræðinga sé mikilvæg hvatning fyrir starfandi lögfræðinga til þess að sinna fræðastörfum. 5. Laganám Breytingar hafa orðið á skipulagi laganáms á hér á landi. Háskóli Islands hefur hingað til verið eini háskólinn sem útskrifað hefur lögfræðinga. Nú hafa háskólamir í Reykjavík og á Akureyri, auk Viðskiptaháskólans á Bifröst, hafið lagakennslu. A vettvangi Lögfræðingafélags Islands verður sjálfsagt margt rætt næstu misseri um þessi mál. Einnig er rétt að geta þess að samkvæmt lögum félagsins eiga allir þeir Islendingar sem lokið hafa embættisprófi í lögfræði rétt á að verða félagsmenn. Hér þarf væntanlega að huga að breytingum bæði að því er skilyrði um próf og þjóðemi snertir. 6. Styrktarsjóður rannsókna og starfsmenntunar á sviði lögfræði Lögfræðingafélagið hefur tekið þátt í undirbúningi að stofnun styrktarsjóðs fyrir rannsóknir og starfsmenntun á sviði lögfræði. Forsaga málsins er að í bréfi þáverandi formanns Lögfræðingafélags Islands, Ragnhildar Arnljótsdóttur, til formanns Hollvinafélags lagadeildar Háskóla Islands, Halldórs Jónatanssonar, dagsettu 5. desember 2000, kom fram að bæði félögin væru að hugleiða hug- myndir um styrktarsjóð sem höfðu þá nýlega verið nefndar á vettvangi Lög- fræðingafélags Islands. Halldór Jónatansson stóð síðan fyrir gerð draga að stofnskrá fyrir styrktarsjóð rannsókna og starfsmenntunar og eru nýjustu drögin frá 10. september 2001. Þessi drög fengu jákvæða umfjöllun stjómar Lögfræð- ingafélags Islands. Afram verður unnið að þessu máli, enda í samræmi við hlut- verk og tilgang lögfræðingafélagsins 7. Norrænt samstarf Lögfræðingafélag Islands hefur um árabil tekið virkan þátt í samstarfi á vettvangi heildarsamtaka lögfræðinga á Norðurlöndum og var haldinn fundur samtakanna í Skagen í Danmörku í júní á þessu ári. Fundinn sótti Brynhildur 94
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.