Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 106

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 106
hann á nýja stjóm að gera átak í að marka stefnu um hvað teljist eðlilegt tíma- gjald, auk þess að kanna hver væri almennt rekstrarkostnaður á lögmannsstofu. Jafnframt þyrfti að efla kynningu gagnvart dómstólum og lögreglu hvað beri að ákveða í þóknun til lögmanna. Þá gerði Róbert lögmannalögin að umtalsefni og taldi að gera þyrfti breytingar á þeim, m.a. varðandi öflun málflutningsréttinda fyrir Hæstarétti og að leggja mætti niður úrskurðamefnd lögmanna sem hann taldi vera tímaskekkju. Benti Róbert á að komin væri á frjáls gjaldskrá auk þess sem bera mætti ágreiningsmál undir dómstóla í stað þess að skjóta þeim til nefndarinnar. Með þessu gæti félagið sparað umtalsvert fé. Helgi Jóhannesson hrl. svaraði hluta athugasemda Róberts Ama. Upplýsti hann að stjóm félagsins væri að vinna í kostnaðargrunni varðandi rekstur lögmannstofa. Þá mótmælti Helgi hugmyndum Róberts Ama um að fella bæri niður úrskurðamefndina, enda væri nauðsynlegt að agavaldið héldist innan lögmannastéttarinnar. Benti Helgi á að úrskurðamefndin fjallaði ekki aðeins um gjaldtöku heldur einnig almennt um störf lögmanna. Þá upplýsti Helgi að þegar lægi fyrir tillaga um breytingu á reglum um öflun réttinda til að vera hæsta- réttarlögmaður. Að lokum kom Helgi inn á endurmenntun lögmanna og viðraði þá hugmynd að skylda ætti lögmenn til endurmenntunar. Vísaði hann í þeim efnum til reglna um endurskoðendur þar sem endurmenntun er gerð að skilyrði fyrir viðhaldi starfsréttinda. Taldi Helgi að með skyldubundinni endurmenntun yrðu lögmenn hæfari til starfsins, traust almennings á lögmönnum myndi aukast, auk þess sem endurmenntunin yrði tekjugrundvöllur fyrir félagið. Atli Gíslason hrl. gerði gjafsókn að umræðuefni og vísaði m.a. til fjölgunar mála á stjómsýslustigi og að koma ætti á gjafsókn utan réttar. Taldi Atli að þörfin fyrir gjafsókn utan réttar væri ekki minni en innan, enda gæti kostnaður manna orðið verulegur af slíkum málum. Gestur Jónsson hrl. gerði athugasemdir við hugmyndir Róberts Ama Hreiðarssonar hdl. um að leggja bæri úrskurðarnefnd lögmanna niður. Benti Gestur á að vissulega væri það áhyggjuefni hversu mikill kostnaður fylgdi rekstri nefndarinnar en sá kostnaður fælist ekki í háum nefndarlaunum. Þá benti Gestur á að kostnaður við rekstur lögmannsstofu væri ekki ein tala. Hægt væri að reka lögmannsstofu eingöngu með fartölvu og gsm-síma en einnig með mikilli yfirbyggingu. Því væri ekki rétt að berjast fyrir einu ákveðnu endur- gjaldi þar sem slíkt hentaði ekki öllum rekstrartegundum. Það sem mestu máli skipti væri að kynna umbjóðanda sínum fyrirfram hvert endurgjald vegna vinnunnar væri en það færi almennt saman að þeir sem vinna vinnuna sína vel fái fullnægjandi endurgjald fyrir hana. Jakob R. Möller hrl. tjáði sig um hugmynd Helga Jóhannessonar um skyldubundna endurmenntun og benti á að þar sem slík skylda væri til staðar færu menn almennt eingöngu á námskeið hennar vegna en ekki til að endurmenntast. Því væri nauðsynlegt að ræða þetta málefni ítarlega meðal félagsmanna áður en tillaga um slíkt yrði send dómsmálaráðherra. Málefnið væri hins vegar góðra gjalda vert. 100
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.