Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Page 23

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Page 23
23 hlutunum og getur því jafnt komið fyrir óvitann og ómálga barnið eins og þann, sem kominn er til vits og ára. Furðan útheimtir aftur á móti einhver kynni af hlutunum, að minsta kosti það, að maður sjái eða hafi eitthvert óljóst hugboð um, að það sem fyrir augun ber eða er að gerast, sje eilthvað óvanalegt og slingi því meira eða minna í stúf við það, sem vant er að vera. Eiginleg furða kemur þó fyrst yfir mann, þegar manni finst eitthvað vera heint mót von manns eða því, sem venjulegt er, enda segir maður þá, að það »gangi alveg yfir sig«. Manni íinst það svo fjarri öllu lagi, að maður á bágt með að trúa þvi. Sjái maður t. d. kunningja sínum skjóta upp þar, sem maður síst væntir, þá segir maður, og þó í fyrstu með hálfgerðum vantrúarsvip: »Nei, ert það þú? Þessu á jeg bágt með að trúa. Hvernig í gréflinum ert þú hingað kominn?« Og furðan verður því meiri, því ólíklegri og övæntari sem atburðurinn er. En af því, sem þegar er sagt, sjest að furðan vekur for- vitni manns. Maður fer að spyrja: »Nú hvernig slendur á þessu? Hvernig hefir þetta atvikasl?« Förvitnin er þvi til- hneiging sú, sem fui ðu-tilfinningin ósjálfrátt leiðir af sjer. — Það á nú ekki við í þessu samhandi, þar senr aðallega er um tilfinningarnar að röeða, að fara að hafa langt mál um einstakar tilhneigingar. En þar sem forvitnin er nú á annan bóginn eðlileg afleiðing furðunnar og hún á hinn bóginn er svo merkileg tilhneiging, þar sem hún er eins konar ljós- móðir vitsins og þekkingarinnar og hlýtur því að vera orðin lil töluvert löngu á undan því, er ekki nema rjett að fara um hana fáeinum orðum. Forvitnin er ekki einungis manninum ásköpuð, lieldur og flestum hinum æðri dýrum, öllum hryggdj'rum að minsta kosti og jafnvel lægri dýrategundum. Fiskar eru t. d. for- vitnir, eins og sjá má af þvi, að þegar þeir eru hafðir i gagnsæjum ilátum, þá nálgast þeir alt, sem kemur í ná- munda við þá. Það er fleira en beitan og gljáandi öngullinn, sem ginnir þá og tælir. Og allir vita, hversu t. d. kálfar og kýr eru forvitnar skepnur, þótt ekki sjeu þær taldar sjerlega gáfaðar. Hundar góna líka og stara, smánálægjast það og þefa af því, sem þeim leikur forvitni á að kynnast. En lík- legast eru þó engar skepnur jafn-forvitnar og aparnir. Þeir hnýsast i alt og nasa af öllu og skoða alt í luók og kring, sem þeir geta fest hendur á og þora að eiga nokkur mök við. Ekkert hræðast þeir, að sögn, jafn-mikið og snáka, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.