Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Qupperneq 29
29
Nú hefir örvæntingin auðvitað næsta ólik áhrif á menn
og lýsir sjer misjafnlega eflir því, hvernig þeir eru gerðir.
Suma gerir hún ráðþrota, svo að þeim finst ekki um annað
að gera en annaðhvort að fyrirfara sjer eða gefa alt upp á
bátinn og láta reka á reiðanum. Hjá slíkum mönnum verð-
ur örvæntingin þegar að örvílnan. En í aðra stappar liún
stálinu, fær þá til þess að leggja sig alla fram og finna ein-
hver örþrifaráð, til þess að reyna að bjarga sjer út úr ó-
göngunum, Örvæntingin gerir því suma að bleyðum og hug-
leysingjum, en suma að hetjum. Og stundum gerir hún
jafnvel, með næsta undarlegum hætti, gauðin að hetjum,
nefnilega þegar lífið er að leysa og þeim er lífið kærara en
alt annað. Þá kemur hræðslan og bleyðimenskan ekki að
neinu haldi lengur og þá er annaðhvort að duga eða að
drepast. En þá fyllir örvænlingin menn fífldirfsku, fær
þá til þess að freista þess, sem þeir ella mundu ekki hafa
treyst sjer til, líkt og segir í þessum ensku vísuorðum:
When fears admit no hope of safety, then
Necessity makes dastards valiant men. [Herrick].
En með fífldirfskunni koma örþrifaráðin. Menn freista
þá venjulegast alls og treysta á fremsta hlunn. Það er þá
einatt lífslöngunin eða hamingjuhvötin, sem knýr menn til
þessa, jafnvel til þess að freista — heljarstökksins. Flestir
leita einhverrar undankomu og klóra í bakkann, meðan
auðið er, og ef mikið er í húfi, þá freista menn alls. Finnist
manni aftur á móti markmið löngunar sinnar ekki svo ýkja
mikils virði eða finnist manni sem maður hafi engin sköp-
uð ráð til þess að fullnægja lönguninni, þá dregur þetta oft
allan mátt úr henni, svo að hún veslast upp. En sje löng-
unin áköf og um annaðhvort að gera, að sigra eða falla, þá
getur jafnvel örvæntingin orðið manni til góðs, því að hún
leysir alla orku manns úr læðingi, lætur mann taka á öllu,
sem maður hefir til. En hversu margur sigurinn hefir ekki
verið unninn einmitt á tæpasta vaðinu? —
Og jafnvel þólt maður gefi upp allar vonir í þessu lífi,
þá fara menn oft, þegar í nauðirnar rekur, að trúa á annað
líf og gróðursetja vonir sínar þar. Því verður svo margur
maðurinn trúaður með aldrinum og við ástvinamissi. Vonin
um endurfundi og sárabætur fyrir alt andstrejrmið í þessu
lífi verður þá þrautalendingin. Þannig getur þá jafnvel ör-
væntingin vakið manni nýjar vonir og orðið til þess, að
maður reyni að bjarga því, sem bjarga má af skipbroti