Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Síða 31
31
miklu meira eftir að hafa verið fullur vonar en ef maður
hefir áður verið óttablandinn og kvíðinn. Á hinn hóginn
hælir öryggistilfinningin niður allan kvíða og óttablendni,
eins og örvílnanin lokar alla von úti. —
Vjer höfum nú lýst eðli og afstöðu horfkenda þeirra
hverrar til annarar, sem fólgnar eru í starfskerfi löngunar-
irinar. En þar með er áhrifum löngunarinnar og tilgangs-
slarfsemi liennar alls ekki lokið, þótt nokkuð aðrar tilfinn-
ingar og annars konar komi nú lil skjalanna, sem sje þær
tilfinningar, er vakna við það, að hve miklu eða litlu leyti
vjer fáum fullnægt löngun vorri eða óskir vorar uppfyltar.
I’etla eru tilfinningar, sem allir kannast við, ekki síður en
von og kvíða, enda verða þær oft svo magnaðar, að þær
verða að hreinum og beinum geðshræringum. En alt af koma
þær manni i eitt eða annað skap, gott eða ilt, og liggur þvi
næst að nefna þær skapkendir.
Tilfinningar þessar eru: hræðsla og reiði, sorg og
gleði, og skulum vjer nú í fám orðum lýsa afstöðu þeirra
til löngunarinnar, áður en vjer förum að I)7sa þeim sjálfum
og hverri fyrir sig.
Ef maður hyggur, að eitthvað verði til að stemma stigu
fyrir því markmiði, sem maður hefir sett sjer, þá óttast
maður það. Og haldi maður, að maður geti ekki yfirstigið
það, þá fer maður hreint og heint að hræðast það og lælur
þá stundum af markmiði sínu. Af þessu leiðir, að ef kvíð-
inn magnast, verður hann ósjálfrált að ótta eða hræðslu;
en hræðslan kemur manni oft til að hælta við það, sem
maður hefir haft löngun til.
Ef á hinn hóginn einhver hvöt manns eða lilhneiging
mætir óvæntri eða illgirnislegri mótspyrnu, sem maður þó
hyggur, að maður fái yfirstigið, þá vekur hún oft reiði
manns og gremju. Maður fyllist þá vigamóði og reynir
að brjóta hana á bak aftur.
Þykist maður aftur á hinn bóginn vita, að manni sje al-
veg fyrirmunað að ná takmarki löngunar sinnar, eða ef
maður er sviftur einhverju þvi, sem maður hefir mætur á,
og geti maður sjálfur ekkert við þetta ráðið, þá fyllist mað-
ur sorg og söknuði yfir þvi, sem mist er eða manni
hefir ekki tekist að höndla.
Ef maður aftur á móti hefir örugga von um að geta
höndlað það eða náð því aftur, þá fyllist maður von og
gleði. Þótt vonin eigi nú skylt við gleðina, kemst gleðin