Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Page 35

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Page 35
35 En þá er að hyggja að þvi, sem bæði óbeit og leiði hafa i för með sjer, og það er þetta, sem þegar hefir verið bent á, að maður eins og lokar sjálfum sjer fyrir því, sem um er að ræða, og vill ekkert hafa með það að sýsla. óbeitin girðir fyrir öll nánari kynni af hlutunum. Hún er því alveg gagnstæð forvitninni og lönguninni, því að það hvorttveggja kemur manni til að kynnast hlutunum sem best og hafa sem mest mök við þá. En óbeitin stiar manni frá þeim. Þó er óbeitin, af hverju sem hún stafar, alls ekki ósigr- andi, ef menn að eins geta fengið sig til að gefa sig að því, sem þeir hafa óbeit á eða þeim stendur stuggur af. Bæði geta menn t. d. lært að borða það, sem þeim áður hefir þótt vont, og meira að segja farið að þykja það gott. Og eins geta menn vanist því, sem þá hefir hrylt við, svo að þeir íinni alls ekkert til þess. Tökum til dæmis bæði hjúkrunarkonur og lækna. Þótt hjúkrunarkonum bjóði í fyrstu við mörgu því, sem heyrir bjúkrunarstarfinu til, og þótt t. d. læknanema hrylli í fyrstu við því að sjá bæði sár og skurði, þá sigrar þó hjálpfýsin og fróðleiksfýsnin sitt hjá hvoru, og þeim verður þetta að síðustu eins og daglegt brauð, enda segir máltækið: Svo má illu venjast, að gott þyki. Af síðasta dæminu, sem nefnt var, má sjá, að það er ekki einungis bragð og lykt, sem veldur ógeði manns, heldur svo margt, margt annað. En þá er andæfingin líka með öðrum hætti og ekki svo mjög viðbjóður sem það, er nefnist hryllingur. En mann hryllir fyrst og fremst við þvi, sem manni þykir óþægilegt viðkomu, svo sem þvölum, köld- um, slepjukendum, úldnum og rotnandi efnum. Mann hryllir og við að sjá blóðug sár, lemstraða menn og liðin lik. Mann hryllir við, ef einbver ógeðsleg kvikindi skríða á mann, og reynir maður þá annaðhvort að hrista þau af sjer eða að hrökkva undan viðkomunni. Hugsum oss, að konu, sem stendur stuggur af músum, fyndist mús vera að skríða upp eftir fótleggjunum á sjer! Ætli hana hrylti ekki við og hún færi að reyna að hrista hana af sjer? — Nú segir maður i daglegu tali, að maður hafi andstygð á því, sem manni annaðhvort býður við eða mann hryllir við og má vel halda þeirri málvenju, því að mann stuggar við hvorutveggja. Þó er að því gætandi, að hafi maður fengið leiða á einhverju, þá eru andæfingarnar ekki jafn magnaðar og við óbeitina eða það, sem mann hryllir við.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.