Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Page 49
49
og ráðkænska eru kosta best í öllum breylileik lífsins og
ábættum; því að J>að er sannast að segja, að — sjaldan verða
víti vörum.
V.
Samanborið við bræðsluna, er tíðasl slær undan, leitar
reiðin oftasl nær á. Er það eilt liið helsta einkenni hennar,
hverrar tegundar sem hún er. Þelta kemur af því, að reiðin
fyllir mann einhvers konar vigamóði eða vigalnig, sem girðir
fyrir liræðsluna og ragmcnskuna og gerir mann færan um
að risa gegn mótgerðamanninum cða hrjóta mótþróann á bak
aftur. Mörg orðatiltæki í málinu bcnda til þess, að menn
fvllist slíkum »móði«, er þeir reiðast. IJannig er t. d. kom-
ist að orði um menn, sem reiðast, að »þeim renni í skap«,
að »farið sje að siga í þá« eða »að þykna í þeim«. Sagt er
og, að mönnum »sinnist« og að þeir »skifti skapi«, er þeir
reiðast, og merkir það að líkindum, að binar friðsamlegu
tilíinningar sjeu horfnar, en aðrar ófriðlegri komnar i þeirra
stað. Pví er og sagt um menn, er þeir fyllast vígamóði, að
þeir sjeu farnir að láta »ófriðlega«. Loks er sagt um þá menn,
sem orðnir eru æíir, að þeir sjeu »alveg búnir að sleppa sjer«,
sjeu »hamslausir« af bræði. Alt þetta bendir á, að í reiðinni
sje um einhver talsverð skapbrigði að ræða, að maðurinn
fyllist einhverjum þeim móði, er gefi honum hug til þess
að leila á og láta ekki undan siga. En hvernig á maður þá'
að gera sjer þetta skiljanlegt?
Jú, geðsbræring þessi heíir þau áhrif á æ ð v ö ð v a s t ö ð v-
arnar (hin vasomotorisku cenira) með beilahræringum sín-
um, að æðarnar þenjast út, en fyrir bragðið streymir blóðið
út í hörundið, svo að maður roðnar — »sótroðnar« meira að
segja — en um leið streymir það líka út til allra vöðva
vorra, fyllir þá og stælir. Þaðan koma hin stælandi áhrif
reiðinnar. Á munnkirtlana hefir reiðin þau áhrif, að þeir gefa
frá sjer munnvatn i svo rikum mæli, að menn geta »froðu-
felt« af reiði. Sumir segja og, að reiðin bafi áhrif bæði á
7