Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Side 60
60
standa á sama um alt og alla. Einhver doði færðist yfir
mig, og nijer slóð nú orðið á sama um milt eigið hlutskifli.
En — að minnast, að hugsa um hann, það var eina iðjan
min, eina gleðin mín . . . Þannig liðu tvö og þrjú . . . sex
og sjö ár. Já, árin liðu; en mjer stóð á sama um það og
lifið með.« Þannig liefir mikil sorg tilhneigingu til að ræna
mann ánægjunni af öllu, svo að manni fer að standa á
sama um alt. En hitt getur lika komið fyrir, að sorgin
magni mótþróann í manni og geri mann æfan. Þá verður
örvilnanin að þeirri »móður myrkranna« (nmier ienebrarum),
sem De Quincey talar um:1 2) »Hún ris gegn guði . . .
leiðir til vitfirringar og hvetur til sjáIfsmorðs.«
Það eru að eins þessar tvær tegundir sorgar, sem eru gagns-
lausar og ekki nema til ills eins, á annan bóginn sú sorg,
sem verður að örvilnan og fer að láta sjer standa á sama
um all, en á hinn bóginn þessi hamslausa sorg. Örvilnanin
er skaðleg af því, að hún rænir mann öllu viljaþreki. Og
hamslaus sorg rænir mann öllu viti, gætni og stillingu. Aftur
á móli getur »hinn hljóði grátur«, sem þó oft býr yfir þyngri
harmi en sá hamslausi, verið að hreinsa og göfga ástina lil
þess, seni mist er, eða jafnvel verið að brugga sjer nýjar
vonir. Ilann getur því vel haft bæði göfgandi og stælandi
áhrif á mann. Og svo vitkast niaður svo oft af sorginni,
eygir þá að minsta kosti alvöru lífsins miklu betur en áður.
En þelta getur bæði vitkað mann og stælt, göfgað mann
og gefið manni nýjar vonir. Þvi er best að fylgja ráðum
skáldsins:
Gráttu hljótt, því þor og þrótt
í þunga nólt heíir margur sótt.!)
Sorgin kemur manni og oft til að sjá að sjer og snúa frá
villu sins vegar. Hún sýnir manni það, sem maður hefir
misgert, og fyllir mann þá ef lil vill sjálfsásökun. En um
leið sýnir hún manni líka fram á rjettari og betri leiðir og
maður ásetur sjer því að breyta betur framvegis, fara betur
og hyggilegar að ráði sýnu. En þetla kemur manni í skiln-
inginn um, að sorgin geti gert mann bæði spakari og hygnari
en ntaður áður var og að hún jafnvel geti stappað í mann
stálinu til nýrrar framsóknar.
Þannig reynir þá jafnan sorgin, ef hún cr ekki of megn
1) Suspiria de Profiuidis: Our Ladies of Sorrow. Tilfært eflir Shand.
2) Einar Benediktsson: Sögur og kvæöi, 1897.