Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Síða 66
66
meinar ekkert alvarlegt eða ilt með því. Þá hæltir hundur-
inn að bíta og kötturinn að klóra. Og þá »tuskast« menn,
en berjast ekki í illu.
Hvað er nú það, sem veldur þessum skapbrigðum i leikn-
um? — Ja, það er einmitt þetta græskulausa ganian, sem
lætur eins og sjer sje hrein alvara. Nú leikur maður sjer
einmitt belst, þegar maður er óþreyttur, þegar maður hefir
næga orku af að taka; leikur sjer, sumpart til þess að eyða
orkunni og sumpart til þess að æfa það, sem maður hefir
þörf fyrir eða gaman af.
Þegar börn eða fullorðnir »hugsa sjer til hreyfings« og eru
hvorki hungraðir, þreyltir, hræddir nje reiðir, þá hreyfa
þeir sig einungis til þess »að ljetta sjer upp« í leik og gamni,
til að hylta af sjer oki eða fargi daglega lifsins. En úndir
eins og hrygðin, hræðslan eða reiðin eða einhverjar veru-
legar lífsþarfir koma iil skjalanna, snýst leikurinn upp í
alvöru, enda fara tilburðir manns þá að þjóna einhverju
sjerstöku markmiði, sem ekki liggur innan endimarka leiks-
ins, og þá lekur »gamanið að grána«.
Það sem gerir leikinn svo aðlaðandi er ekki einungis það,
að hann endurhressir, heldur og það, að hann æfir. Ef
manni hepnast eitthvað, sem maður heíir átt bágt með áður,
þá endurtekur maður það aftur og aftur og hefir sjerstaka
ánægju af þvi. Þvi endurtekur maður lika leikbrögðin hvað
eftir annað og hefir gaman af, ekki síst þegar eitthvert
kapp eða metnaður er milli leikbræðranna um, hver sje
færastur eða fræknaslur. Og maður hefir ekki einungis gam-
an, heldur líka gagn af þessu. íJað býr mann undir lífið og
»leikbrögð« þess. Því geta æskuleikirnir orðið svo mikils
virði, ef rjett er með farið. Því eins og máltækið hermir: »Það
ungur nemur, gamall fremur«. Mishepnist manni aftur á móti
eillhvað, fær maður hálfgerða óbeit á því og endurtekur það
þessvegna síður, nema maður sje þá því einbeittari og kapp-
samari; en fyrir bragðið æfist það líka síður og gleymist frekar.
E r t n i og s t r i ð n i eru einhliða leikur, sem hefir ánægju af
eigin yfirburðum, en ráðaleysi og jafnvel reiði þess, sem áreittur
er. Því verður sá leikur aldrei fagur álitum og gamanið grátt.
í öðrum leikum aftur á móti er þálttakan jöfn á báðar
hliðar og þar er einmitt varasl að láta gamanið grána. Þar
gerir sama tilhneigingin vart við sig og í gleðinni, að halda
gleðiefninu við, óbreyttu og óbrjáluðu, eins lengi og auðið
er. En af þessu leiðir aðallögmál leiksins: