Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Síða 71
71
Auðmýkt. En hvað er þá sjálf auðmýktin? Er hún frum-
kend, eins og Mc. Dougall heldur fram (sbr. Inng., stafl.
VIII), eða er hún samkend, snúin úr tveim eða fleiri þátt-
um? Úr því gelum vjer hest skorið nú. Þegar vjer dáumsl
að öðrum, finnum vjer oft til auðmýktar með sjálfum oss,
og ekki cinungis til þess, heldur og til vanmáttar yfir
því, að geta ekki komist neilt í námunda við það eða þann,
sem maður dáist að og manni finst að standi langt um
framar. Auðmýktin er því ekki frumleg tilfmning, en er
fyrst og fremst sprottin af samanburði á sjálfum manni og
öðrum og er því snúin saman úr tveim þáttum, tilfinning-
unni fyrir yfirburðum annara og vanmáttartilfinningu sjálfs
manns.
Lotning. Þetta kemur þó enn skýrar í Ijós í tilfinningu
þeirri, er vjer nefnum lotningu, sem beinlínis fær oss til að
»lúta« þeim, sem vjer dáumst að. Enda er lotningin ótta-
blandin aðdáun, blönduð hálfgerðum geig gagnvart mikilleik
þess, sem vjer dáumst að, og algerðri viðurkenningu á lítil-
mótleik sjálfra vor gagnvart því. Það skýtur oss hálfgert
skelk í bringu, svo að vjer gerurn hvorki að nálægjast það
nje fjarlægjast, en höldum oss í hæfilegri, lotningarfullri
fjarlægð. Vjer gerum alt i senn, að lúta þvi og dást að þvi
og finna til litilmótleika og vanmáttar sjálfra vor, og því er
lolningin að minsta kosti tvíþætt, ef ekki þriþætt, þrinnuð
úr aðdáun, geig og auðmýkt eða óttablandinni virðingu og
vanmáttartilfinningu.
Pakklætistilfinningin. Sje nú lotningin bundin þeirri sann-
færingu, að sá, sem vekur hana, sje oss hollur og velviljað-
ur, vekur það hjá manni þakklátssemi. En hún er snúin úr
tveim, ef ekki þrem, þáttum, fyrst og fremst úr auðmýktar-
og blíðutilfinningunni gagnvart þeim, sem hefir vakið hana,
og í öðru lagi úr mætum þeim eða ást, sem maður fær á
velgerðamanni sínum, ef þakklátssemin nær að fesla rætur
í brjósti manns og velgerðamaðurinn hefir getað vakið
hana. En skilyrðið fyrir því er það, að hann hafi ekki gefið
af stærilæti og þólta eða til þess að auðmýkja mann, heldur
beint til þess að hjálpa manni og gera manni gott.
Sjálfsþótti og stærilæti. En er nú stærilætið, sem er and-
stætt bæði auðmýkt og lotningu, frumleg tilfinning, eins og
Mc. Dougall heldur fram, eða samsett? Maður stærir sig
jafnaðarlegast af einhverjum yfirburðum, er maður þyk-