Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Qupperneq 81
81
sjer, þetta heljar-ferlíki, sem jafnan virðist við því^búið að
leggjast. að manni þar, sem maður er veikastur fyrir, og þar
sem það finnur einhvern höggstað á manni.
Peir, sem einhvern lima hafa komist í berhögg við almenn-
ingsálitið, vita það, hversu þungbært það geiur orðið manni.
Kynst hefi jeg lítið eitt manni, sem komst eitthvað í tæri við
hegningarlögin. Og er hann kom aftur úr hegningarhúsinu,
hugði hann, að hann hefði afplánað sekt sína. En reyndin
varð önnur. Enginn vildi líta við honum nje heldur veita
honum atvinnu, þótt hann ætli fyrir fjölskyldu að sjá. Og
siðast frjelti jeg það af honum, að hann hefði drekt sjer í
örvílnan og örvæntingu.
En, sem betur fer, gæta llestir betur mannorðs sins og al-
mannarómsins en þessi maður, þótt þeir sjeu ef lil vill síst
betri en hann, svona inn við beinið. Þeir vita sem er, að
eins og almenningsálilið getur refsað harðlega, eins getur það
umbunað mönnum með álili, völdum, metorðum og mann-
virðingum. Enda ganga margir á það lagið í þjóðljelagslífinu,
einkum svonefndir »oddborgarar«, er vilja gæta »sóma síns«
í hvívetna og róa að þvi öllum árum að gera ekkert það, er
geli varpað skugga á þá, hvað þá heldur vakið óvirðingu ann-
ara, en kosta aftur kapps um að ávinna sjer virðingu þeirra.
Þessir menn eru einmitt komnir á hyggindastigið. En oft
gæta þeir að eins hinnar »ytri verkhelgi« eins og farísearnir
forðum daga og leyfa sjer margt á laun. Enda eru þeir líka
ærið oft líkastir »kölkuðum gröfum, er líta fagurlega út hið
ytra, en eru hið innra fullar af dauðra manna beinum og
hvers konar óhreinindum«. Í3ví að oft sigla þeir með lík
mannorðs síns og drengskapar í sinni eigin lest. Þessir
inenn, sem ef lil vill alt sitt líf eru að stunda eins konar
»augnaþjónustu« fyrir heiminum, verða sjaldnast að verulega
»góðum« mönnum, í hinni eiginlegu merkingu orðs þessa,
heldur ala þeir oft með sjer hræsni og skinhelgi og gæta
þess aðallega, að ekki falli á goðið hið ytra, þótt þeir sjeu
ormsmognir hið innra og ef til vill siðferðilega gjaldþrota.
Þótt þeir þvi semji sig í öllu að trú, lögum og landssið,
verða þeir oft ekki annað en »þrælar« almenningsálitsins,
af því að þeir gera ekki það, sem talið er golt og rjett, af
innri sannfæringu, heldur einungis af hræðslu þeirri og þræls-
ótta, sem þeir ala i brjósti sjer. Ekki verður annað sagt en
að sjálfshugð þessara manna sje rík, að þeir beri ríka um-
hyggju fyrir sjálfum sjer og öllu velsæminu hið ytra, þótt