Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Page 93
93
ist hann afbrýði. En afbrýðin er undarlega samselt tilfinn-
ing, orðin til úr særðu sjálfsáliti og, að þvi er maðurinn
heldur, smáðri ást, auk þess sem hann fyllist reiðihug eða
jafnvel hatri til meðbiðils síns og hræðslu um konuna. Af
því að manni nú í afbrýðinni finst eins og maður sje sjálfur
settur hjá og annar tekinn fram yfir mann, lætur maður í
fyrstu sem minst á henni bera. En þar eð maður á hinn
bóginn vill óðfús ná eða halda ástum þess, sem maður ann,
kvelur grunurinn um, að konan sje öðrum hollari, mann-
inn ákaflega og því gerir hann alt til að fá grun sinn slað-
fesfan, eða eins og segir i aðdáanlegum þýskum orðaleik:
Die Eifersucht ist eine Leidenschctft, die mil Eifer suclil, was
Leiden scliafft, — albrýðin er ástriða, sem grefst fyrir alt,
er getur orðið manni til kvalar. Eftir því sem grunurinn
eykst, fyllist maðurinn hatri, reiði og jafnvel hefnigirni bæði
gagnvart meðbiðli sinum og konunni. Og fái hann loks grun
sinn staðfestan eða standi þau að verki, getur hann orðið
svo æfur, að hann misþyrmi bæði manninum og konunni.
Afbrýðin er þannig sambland af særðri sjálfshugð og
smáðri ást og vekur bæði hræðslu og reiði, hefndarhug og
hefnigirni.
Heiffc og hefnigirni. Haturshugðin sprettur oft í fyrstu af
særðu sjálfsáliti, af þvi, að einhver hefir sært mann svo eða
móðgað eða rýrt svo álit manns eða gert sjálfum manni eða
öðrum, sem maður ann, svo rangt til, að maður getur ekki
annað en hatað hann og reynt að koma fram hefndum við
hann. Hversu getur maður t. d. ekki fylst heift og hefni-
girni við þann mann, sem hefir sært mann, móðgað eða
litillækkað opinberlega? Og hversu tekur mann ekki oft sárt
til þeirra, einkum ef þeir eru manni nákomnir og vanda-
bundnir, sem verða fyrir slíkri meðferð? Maður fyllist heift
og hefndarhug og einselur sjer að setja sig ekki úr færi, ef
maður geti hefnt sín á mótstöðumanninum eða, eins og
sagt er — »jafnað á honum«.
Og þetta á sjer ekki einungis stað manna á milli, heldur
og í öllum ílokkadráltum og þjóðaræsingum. Maður tekur
ósjálfrált málstað þess flokks eða þeirrar þjóðar, sem maður
er vandabundnastur eða tekur sárast til, elur svo á heiftinni
og hefnigirninni fyrir órjett þann, er málsstaður manns hefir
beðið, þangað til maður þykist hafa komið fullum hefndum
fram fyrir órjett þann eða niðurlægingu, sem manni finst, að
ástfóstur manns hafi orðið fyrir. Þannig hötuðu Frakkar
/. 3 Q /di/yloVLAsyyi
00 fotyL4co>'t