Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Page 94
94
Þjóðverja ákaílega og ólu á hefndarhugnum heima fyrir
með því að benda á »gatið í Vogesunum«, eftir að þeir
höfðu mist Elsass-Lothringen 1871. Og þannig fyllust Eng-
lendingar bræði og hefnigirni við Búana eftir ósigurinn við
Majúba 1881. Og hætt er við, að Þjóðverjar eða hver sú
þjóð önnur, sem undir verður í skiftum við væntanlega
friðarsamninga — ali með sjer þann heiftarhug og þá hefni-
girni, er verði lil þess að tendra nýtt veraldarbál — nema
því að eins, að allar ófriðarþjóðirnar gæti svo mikils hófs og
svo mikillar sanngirni hver í annarar garð við friðarsamn-
ingana, að ekki verði eftir neitt tundurefni til nýrrar ikveikju,
að engum finnist, að hann hafi verið órjetti beittur eða
algerlega kúgaður. Annars mun sá, sem finst sjer hafi verið
mishoðið, fyr eða síðar reyna að »jafna á« mótstöðumönn-
um sínum. —
Þessi heiftar-ástríða vísar manni nú beint yfir í siðasta
ihugunarefnið, hneigðirnar. Því að hún sýnir manni
Ijósast, hversu hneigðirnar spretta upp af liugðum manna.
En því er í sem st}rstu máli þann veg farið, að þegar ein-
liver hugð vor finnur sjer á einhvern hátt ekki fullnægt,
þá vekur hún hjá manni meira eða minna rika löngun eða
tilhneigingu til þess að fullnægja henni á einn eða annan hált.
Ef manni t. d. finst, að maður hafi orðið undir i skiftum við
aðra, ef með öðrum orðum sjálfshugð manns hefir orðið fyrir
einhverri rýrð eða hnekki af völdum annara, þá elur einmitt
sjálfshugðin heiftina úr skauli sínu, — en það er tilfinning
og hún meira að segja mögnuð og rík, — og hún gelur
aftur af sjer hefnigirnina, sem er tilhneiging eða hneigð. En
hefnigirninni er ekki svalað fyr en sjálfshugð manns er full-
nægt. Þannig verða tilhneigingar vorar þá til fyrir milligöngu
einhverra sterkra tilfinninga og í þeim tilgangi, að svala,
þægja eða fullnægja einhverri af þeim hugðum manns,
sem einhverra orsaka vegna hafa ekki geta fundið sjer full-
nægt. Hneigðirnar spretla því jafnan upp af einhverjum ó-
fullnægðum hugðum og eru til þess eins að þægja þörfum
þeirra. Því skulum vjer nú að lokum líta sem snöggvast á
lmeigðir manna, svo og, hvaða áhrif þær muni geta haft á
skapgerð vora og sjálfsþróun.