Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Síða 100
100
»Og þelta, að gera sjálfan sig i lifsbreytni sinni að veru-
leika, álit jeg sje það hæsta, sem maðurinn getur komist.
Þetta er ætlunarverk allra, en allflestir klaufast til að spilla
því (— de aller fleste forfusker det)«.
Ekki að vera sjálfum sjer nógur, heldur að verða
sjálfum sjer, þ. e. æðstu og hjartfólgnuslu hugsjón sinni lík-
ur, það er aðalatriðið og aðaltilgangur lífs vors, hvers um
sig og hvers með sinum hætti. Þessi sjálfsþróun (selj-
realisalion) eða öllu heldur uppþróun til æðra, betra og
samræmara lífs ætli að vera hvers manns mark og mið. En
til þess að þelta tækist sem hest, ættu menn helst að hafa
eillhvert hugboð um — skapgerðarfræði. Raunar hefir nú
margur maðurinn orðið góður og göfugur fyrir innrætið eilt
og sjálfsviðleitni sina eða þá það, sem að honum heflr verið
haldið af öðrum góðum mönnum. En ekki mundi það saka,
þótt unt yrði að húa til einhvern leiðarvísi um þetta. Og ef
til vill lekst þetta fyr eða síðar. Hver veit nema að sálar-
fræðin eigi eftir að taka þeim framförum og þeini stakka-
skiftum, að hún, eins og segir í ritningunni, verði »Ijósið á
vegum vorum og lampi vorra fóta«. Hver veit nema hún
eigi eflir að verða sannkölluð — magistra vilœ!