Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Síða 13
kaflar úr ræðum rektors háskóla íslands
Ur ræðu rektors við afhendingu prófskírteina 24. iúní 1978’
I.
Við Háskóla íslands eru nú um 200
kennarar í fullu starfi, og hinir fjölmörgu
stundakennarar jafngilda um 125 árs-
mönnum. Langflestir þeirra starfa í lækna-
deild, verkfræði- og raunvísindadeild og
heimspekideild, enda er kennarafrek og
fjölþætt verkmenntun mikil í tveimur þeim
fyrstnefndu, en í tveimur þeim síðastnefndu
eru nemendur flestir.
Þegar á heildina er litið, er þessi fjöldi
kennara viðunandi og nálgast það að vera
sambærilegur við það, sem gerist í háskól-
um nágrannalanda, ef litið er á fjölda
stúdenta á hvern kennara, þ. e. einn kennari
á hverja níu nemendur. Því er þó ekki að
leyna, að á sumum sviðum er hlutfallið all-
miklu óhagstæðara, og sérstök ástæða er til
að vekja athygli á óhæfilega stórum hlut
lausráðinna stundakennara í nokkrum
deildum.
Árið 1973, er ég tók við embætti rektors,
voru 929 nýir nemendur innritaðir í Há-
skóla íslands. En síðustu fjögur árin hefur
þessi tala numið 1100—1150 nýjum nem-
endum hvert ár, þannig að nem-
endafjöldinn í heild hefur ekki vaxið vegna
vaxandi aðsóknar nýrra nemenda.
Heildarfjöldi stúdenta hefur þess vegna
verið nokkurn veginn sá sami síðustu þrjú
árin, nálægt 2800, en var rúmlega 2400 árið
1974. Á því háskólaári, sem nú er að Ijúka,
voru nemendur jafnvel nokkru færri en árið
á undan eða um 2760, þar af 37,5% konur,
og eykst hlutfall þeirra jafnt og þétt.
Ekki verður fullyrt neitt um það, hvort
'Kaflar úr ræöu rektors á háskólahátíð 25. júní 1977
birtust í síðustu Árbók, bls. 5—9.
þessi þróun heldur áfram, en þó er varla að
vænta verulegrar fjölgunar næstu árin.
Skipan mála á hinu nýja framhaldsskóla-
stigi getur hins vegar valdið miklu um þró-
unina eftir nokkur ár. Að því leyti verður
Háskóli íslands að horfa til óráðinnar
framtíðar, þar sem jafnvel minnkandi ár-
gangar sækja í ríkara mæli á framhalds-
skólastig og í háskólanám. Það er mikill
vandi, hvernig við slíku á að bregðast, því
að víst má telja, að samsetning nem-
endahópsins verði allt önnur en áður var og
tilgangurinn með náminu í verulegum at-
riðum annar og fjölbreytilegri.
Fráhvarf nemenda frá námi við Háskóla
íslands er mikið, einkum á fyrsta ári og við
lok prófa þess árs. Síðustu 4—5 árin hafa
aðeins 40—50% nemenda 1. árs skilað sér
til náms á öðru ári. 50—60% hafa annað
hvort ekki staðist próf eða hætt námi af
öðrum sökum. í sumum deildum er hins
vegar ekki um að ræða verulegt fráhvarf frá
námi eftir fyrsta árið.
Það væri þarflegt rannsóknarverkefni að
afla vitneskju um það, hvað verður af þess-
um 50—60%, sem hverfa frá námi á fyrsta
námsári í Háskóla íslands eða við lok þess,
m. a. hve stór sá hópur er, sem hverfur frá
námi vonsvikinn, og hvers vegna, og hversu
margir hugðu ekki á nám í alvöru, en vildu
aðeins reka nefið inn um gættina.
Nemendafjöldinn skiptist þannig eftir
deildum við upphaf vorprófa í vor:
í guðfræðideild 51, þar af 8 konur.
í læknadeild og námsbrautum á sviði
heilbrigðismála466,þaraf 196konur.íþeim
hópi voru 307 í læknisfræði, þar af 67
konur, 40 í lyfjafræði lyfsala, þar af 17
konur, 76 í hjúkrunarfræði, þar af 73 konur,
og 43 í sjúkraþjálfun, þar af 39 konur.