Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 14
12
Árbók Háskóla íslands
í lagadeild 213, þar af 67 konur.
í viðskiptadeild 387, þar af 79 konur.
í heimspekideild 714, þar af 374 konur. í
þeirri deild leggja flestir stund á íslenska
málfræði og bókmenntir til B.A.-prófs,
sagnfræði til B.A.-prófs og ensku til B.A.-
prófs.
í verkfræði- og raunvísindadeild 611, þar
af 150 konur. Nemendur skiptust þannig á
skorir, að í stærðfræðiskor voru 41, þar af 7
konur, í eðlisfræðiskor 3 1, þar af 7 konur, í
efnafræðiskor 35, þar af 8 konur, í verk-
fræðiskor 204, þar af 15 konur, í líffræði-
skor 179, þar af 80 konur, og í jarðfræði-
skor 121, þar af 33 konur. Alls lögðu 50
nemendur stund á hina nýju grein, mat-
vælafræði, en henni er skipað í líffræðiskor.
í félagsvísindadeild 269, þar af 156
konur. Flestir leggja þar stund á sálarfræði,
156. í uppeldisfræði voru 59, í bókasafns-
fræði 57 og í þjóðfélagsfræði 47.
í tannlæknadeild 49, þar af 12 konur.
II
Árið hefur liðið í önn og erli dagsins svo
sem á öðrum bæjum, og skin og skúrir hafa
skipst á eins og verða vili.
Nokkur atriði vil ég þó tíunda af því, sem
mér er ofarlega í huga.
Lokið er mikilli skýrslu um samræmingu
og endurskoðun reglugerðar Háskóla ís-
lands með tillögum um lagabreytingar, sem
af því leiða. Nefnd á vegum háskólaráðs
hefur þar unnið mikið og þarft verk, og eru
tillögurnar nú til meðferðar hjá deildum og
háskólaráði og verða væntanlega til um-
fjöllunar í ráðuneytum og á Aiþingi á næsta
vetri.
Samþykkt hefur verið í háskólaráði áætl-
un til nokkurra ára um byggingar á há-
skólalóð með forgangsröðun framkvæmda
og fjármögnunaráætlun, sem hljóta verður
blessun æðri stjórnvalda. Mikil vinna var
lögð í þessa áætlun, sem var undirbúin af
sérstakri nefnd á vegum háskólaráðs, og um
hana náðist algjör samstaða í háskólaráði.
Stefnt er að litlum byggingaráföngum, sem
taki hver við af öðrum og verði teknir í
notkun jafnóðum og þeim lýkur. Áfanga-
stærðin er að allmiklu leyti sniðin eftir þeirri
fjárhæð, sent fæst árlega til nýbygginga af
hagnaði af rekstri Happdrættis Háskóla
íslands, þó að eitthvað meira þurfi til að
koma síðari hluta tímabilsins, ef tímaáætlun
á að standast.
Áfram hefur verið unnið að skipu-
lagsmálum háskólalóðarinnar og horfur eru
á, að þau standi ekki í vegi fyrir því, að tvær
nýjar byggingar rísi á háskólalóðinni næstu
3—4 árin.
Hluti af nýbyggingafénu rennur til fram-
kvæmda á Landspítalalóð í þágu lækna-
deildar og tannlæknadeildar, en allmikill
dráttur hefur orðið á framkvæmdum þar,
m. a. af skipulagsástæðum. Ástæða er til að
undirstrika það, að byggingaráform á
Landspítalalóðinni fyrir þessar deildir
háskólans og Landspítalann sjálfan eru hins
vegar margfalt meiri en svo, að sá hluti
happdrættisfjárins, sem þangað rennur.
nægi til að koma þessu máli í höfn. Fjár-
veitingavaldið verður að veita mikið fé á
fjárlögum til viðbótar, ef þessi áform eiga
að verða að veruleika, en um þessi mál
fjallar sérstök yfirstjórn mannvirkjagerðar
á Landspítalalóð á vegum ráðuneyta
menntamála og heilbrigðismála.
Hafnar eru framkvæmdir við Pjóðar-
bókhlöðu, en hún mun koma háskólanunt
að miklu gagni, er stundir líða fram.
Unnið hefur verið að margháttuðum